Þríþraut USVH
Í dag klukkan 17:30 stendur Ungmennasamband Vestur-Húnavatnssýslu fyrir þríþrautarkeppni á Hvammstanga. Boðið verður upp á keppni í flokki einstaklinga, liða og krakka liða (14 ára og yngri). Liðin mega vera blönduð. Einn syndir, einn hjólar og einn hleypur. Þátttakendur skulu mæta við Íþróttamiðstöðina á Hvammstanga klukkan 17:10 en keppni hefst klukkan 17:30.
Skráningargjöld eru 1.500 krónur fyrir einstaklinga, 3.000 krónur fyrir lið og 1.000 krónur fyrir krakka.
Keppnisgreinar eru:
Einstaklingskeppni: Sund 400 m. - Hjól 3 merkurhringir. - Hlaup, 1 merkurhringur.
Liðakeppni: Sund 400 m. - Hjól 3 merkurhringir. - Hlaup, 1 merkurhringur.
Krakka liðakeppni: Sund 200 m. - Hjól 1 merkurhringur. - Hlaup 1 km.