Tilkynning frá Kiwanisklúbbnum Drangey

Komið hefur í ljós að mistök urðu við vinnslu á þjónustu- og viðskiptaskrá Skagafjarðar og þjónustu- og viðskiptaskrá Húnavatnssýslna, sem gefnar eru út af Kiwanisklúbbnum Drangey og er ein okkar helsta leið til að afla fjár til styrkveitinga klúbbsins.

Mistökin urðu með þeim hætti að síðan skráin var gefin út síðast, þá  hafa orðið til ný póstnúmer á þessum svæðum,  þ.e. annarvegar 561 Varmahlíð Skagafjarðarmegin og hinsvegar 546 Skagaströnd Húnavatnssýslu megin. Þessi breyting hafði farið framhjá okkur Kiwanisfélögum og þegar keyptur var gagnagrunnur frá já.is  þá var óskað eftir sömu póstnúmerum og í fyrra. Enginn varð síðan var við þetta við frekari vinnslu skrárinnar.

Við félagar í Kiwanisklúbbnum Drangey  hörmum þessi mistök og og biðjumst velvirðinga á þeim.

 

/Fréttatilkynning

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir