Um Menningarráð Norðurlands vestra

Menningarráð Norðurlands vestra skipa sveitarfélögin á Norðurlandi vestra.  Á starfssvæði Menningarráðsins eru eftirtalin sveitarfélög: Akrahreppur, Blönduósbær, Húnaþing vestra, Húnavatnshreppur, Höfðahreppur, Skagabyggð og Sveitarfélagið Skagafjörður.

Menningarráð  er samstarfsvettvangur sveitarfélaga á Norðurlandi vestra fyrir menningarmál og hefur meðal annars það hlutverk að standa fyrir öflugu þróunarstarfi í menningarmálum, úthluta fjármagni til menningarverkefna á Norðurlandi vestra samkvæmt ákvæðum samningsins og hafa eftirlit með framkvæmd hans.

Menningarráð  er skipað fimm fulltrúum og skulu fjórir þeirra kosnir á ársþingi SSNV annað hvert ár samkvæmt samþykktum Menningarráðs Norðurlands vestra. Fimmti fulltrúinn í menningarráði skal skipaður af stjórn SSNV.

Samþykktir Menningarráðs Norðurlands vestra

Fulltrúar í menningarráði 2006-2008;

Guðrún Helgadóttir, sveitarfélaginu Skagafirði, formaður
Björn Magnússon, Húnavatnshreppi
Bjarni Þórisson, Sveitarfélaginu Skagafirði
Pétur Jónsson,Húnaþingi vestra
Adolf H. Berndsen, fulltrúi SSNV

Menningarfulltrúi Norðurlands vestra er Ingibergur Guðmundsson. Skrifstofa hans er að Einbúastíg 2 (gamla kaupfélagshúsið) 545 Skagaströnd og símanúmerið er 452-2901. GSM 892-3080. Netfang menning@ssnv.is

Fleiri fréttir