Umferðaróhapp í Skagafirði

Bíll fór út af veginum nálægt Flatatungu í Skagafirði í gærdag og endaði í Norðurá. Tveir voru  í bílnum og hlaut annar minniháttar meiðsli og var fluttur með sjúkrabíl til aðhlynningar á Akureyri skv. frétt mbl.is í gær.

Nú er hálka og/eða snjóþekja á öllum helstu vegum á Norðurlandi og éljagangur á Öxnadalsheiði. Því er full ástæða til að fara með gát og minnast þess að akstur skal ætíð miða við aðstæður hverju sinni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir