Umferðarslys í vonsku veðri á Vatnsskarði
feykir.is
Skagafjörður
07.02.2015
kl. 16.12
Þjóðvegur eitt um Vatnsskarð var lokaður vegna umferðarslyss í gær. Samkvæmt frétt RÚV.is lentu fjórir til fimm bílar þar í árekstri. Tveir voru fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar en voru ekki mikið slasaðir, samkvæmt því sem segir í fréttinni.
Mjög vont veður var á Vatnsskarði og tafði það björgunaraðgerðir á slysstað. Fleiri bílar lentu í vandræðum þar vegna veðurhæðar og ófærðar, eins og fram kemur á facebook-síðu Flugbjörgunarsveitinni í Varmahlíð, en björgunarsveitin stóð einnig í ströngu á Öxnadalsheiði.
Fleiri myndir frá störfum má skoða á síðu flugbjörgunarsveitarinnar.