Vantar kerti á sjúkrahúsið

Unnið er að kertagerð á sjúkrahúsinu á Hvammstanga og nú er svo komið að til kertagerðarinnar vantar meira vax.

-Við erum hér með félagsstarf og iðju og erum ýmsilegt að gera þar. Ætlunin er að halda basar um miðjan nóvember og erum við núna að bræða kertaafganga og búa til kerti sem síðan verða meðal annars seld á basarnum, segir Sigríður Karlsdóttir.
Sigríuðr áréttar ósk sína um vax og segir að allir afgangar séu vel þegnir.

Fleiri fréttir