Veiðifélag Arnarvatnsheiðar og Tvídægru vill reisa skála við Arnarvatn

Mynd: visithunathing.is
Mynd: visithunathing.is

Á fundi sveitarstjórnar Húnaþings vestra þann 8. mars sl. var tekið fyrir og samþykkt erindi frá Veiðifélagi Arnarvatnsheiðar og Tvídægru þar sem óskað var leyfis til að reisa skála við Arnarvatn. Um er að ræða 80m2 hús með aðstöðu fyrir starfsmenn í öðrum endanum og sal ásamt eldunaraðstöðu, salernisaðstöðu og sturtum í hinum. Einnig gæti verið að möguleiki yrði á gistingu á svefnlofti ofan við aðstöðu starfsmanna.

Í fundargerð sveitarstjórnar kemur fram að bygging og rekstur skálans verði í samræmi við það ákvæði deiliskipulags að skálinn verði til almannanota, m.a. vegna öryggisþátta og verði opinn öllum, a.m.k. að hluta til og nýtist til almennrar gistingar fyrir veiðifólk og aðra ferðamenn.  

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir