Vel heppnað Snocross-mót í Tindastólnum

Flugið tekið! MYNDIR: GUÐNÝ SIF GUNNARSDÓTTIR
Flugið tekið! MYNDIR: GUÐNÝ SIF GUNNARSDÓTTIR

Snocross-mót fóru fram á skíðasvæðinu í Tindastóli nú um helgina og var keppt bæði laugardag og sunnudag. Mótshald tókst vel en aðstæður voru fínar á laugardag en þoka setti strik í reikninginn á sunnudegi. Það var Vélhjólaklúbbur Skagafjarðar sem hélt mótið með góðri aðstoð frá sleðaköppum frá Akureyri.

Keppendur voru mjög ánægðir með hvernig til tókst, brautin góð og ekkert vesen. Allur ágóði af keppnishaldinu rann til skíðadeildar Tindastóls þar sem félagar aðstoðuðu við mótshaldið. Báða dagana sýndi TindastóllTV frá keppninni beint en útsendingarnar er nú hægt að skoða á YouTube-rás VJ mynda.

Úrslit í keppni laugardags voru á þessa leið:

Sport-flokkur

  1. sæti Bjarki Jóhannsson
  2. sæti Axel Darri Þórhallsson
  3. sæti Elvar Örn Jóhannsson

Pro Sport

  1. sæti Einar Sigurðsson
  2. sæti Hákon Birkir Gunnarsson
  3. sæti Bergsveinn Ingvar Friðbjörnsson

Pro Open

  1. sæti Bjarki Sigurðsson
  2. sæti Baldvin Þór Gunnarsson
  3. sæti Ívar Már Halldórsson

Úrslit í keppni sunnudag voru á þessa leið:

Sport-flokkur

  1. sæti Bjarki Jóhannsson
  2. sæti Axel Darri Þórhallsson
  3. sæti Elvar Örn Jóhannsson

Pro Sport

  1. sæti Einar Sigurðsson
  2. sæti Hákon Birkir Gunnarsson
  3. sæti Bergsveinn Ingvar Friðbjörnsson

Pro Open

  1. sæti Bjarki Sigurðsson
  2. sæti Ívar Már Halldórsson
  3. sæti Baldvin Þór Gunnarsson

Guðný Sif Gunnarsdóttir tók þessar fínu myndir á keppnissvæðinu í Tindastólnum í blíðunni á laugardeginum. Hér er hægt að horfa á keppni laugardagsins og hér er keppn sunnudagsins þar sem skyggni var slæmt >

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir