Vel heppnaðir tónleikar Heimis og Fóstbræðra

Heimismenn og Fóstbræður saman á sviði í Miðgarði. SKJÁSKOT ÚR STIKLU
Heimismenn og Fóstbræður saman á sviði í Miðgarði. SKJÁSKOT ÚR STIKLU

Það var þétt staðið á sennunni í Miðgarði í gærkvöldi þegar Karlakórinn Heimir og Karlakórinn Fóstbræður héldu sameiginlega tónleika. „Bráðgóðir tónleikar og þökkum við gestum og Fóstbræðrum kærlega fyrir komuna,“ segir í færslu á Facebook-síðu Heimis en þar er einnig að finna lauflétt myndband af samsöng kóranna í Ljómar heimur loga fagur.

Það var Árni Harðarson sem stjórnaði Fóstbræðrum en Jón Þorsteinn Reynisson stjórnaði Heimismönnum en Alexander Edelstein spilaði undir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir