Vel tekið á móti Moniku

Bókin Konan i dalnum og dæturnar sjö er í öðru sæti á metsölulista Eymundsson í dag og greinilegt að þessi merka ævisaga á enn fullt erindi við þjóðina. 

Bókin kom fyrst út árið 1954 en hér segir Guðmundur G. Hagalín magnaða hetjusögu Moniku Helgadóttur sem var ekkja og einstæð móðir 8 barna í skagfirskum afdal. Hún hafði á þessum tíma hlotið Fálkaorðu forseta Íslands fyrir dugnað sinn og þrautseigju. 

Í tilefni af útgáfunni efndi Bókaútgáfan Sæmundur til skemmtunar á fésbókarsíðunni "Konan í dalnum". Þar geta áhugasamir tekið þátt í leik og lenda um leið í potti þar sem dregin verða út 10 nöfn klukkan 16 á föstudag og fá hinir heppnu eintak af bókinni. 

Konan í dalnum og dæturnar sjö er harðspjalda 344 síðna bók. Seld á sumarverði út ágúst eða á krónur 4.990,- en leiðbeinandi verð bókarinnar er annars 6.490 krónur.

/Fréttatilkynning

Fleiri fréttir