Vordagur ferðaþjónustunnar
Vordagur ferðaþjónustunnar á Norðurlandi vestra verður haldinn fimmtudaginn 17. maí nk. í Eyvindarstofu á Blönduósi. Hefst hann klukkan 13:00 og stendur til 17:00. Um svipað leyti á síðasta ári áttu ferðaþjónustuaðilar á svæðinu sambærilegan fund sem þótti takast með ágætum og mæltist sú nýbreytni vel fyrir að ferðaþjónustuaðilar af öllu Norðurlandi vestra hefðu möguleika á að kynna sína starfsemi hver fyrir öðrum.
Dagskráin hefst með því að Sigríður Dögg Guðmundsdóttir, verkefnastjóri hjá Íslandsstofu, segir frá „Team Iceland“ verkefninu, sem er landkynningarverkefni í tengslum við HM í Rússlandi í sumar. Einnig mun hún greina frá því sem er helst á döfinni í landkynningarmálum þessa dagana.
Að því loknu hefjast hinar eiginlegu kynningar ferðaþjónustuaðilanna þar sem hver og einn fær tvær mínútur til að segja frá sinni starfsemi. Allir geta komið með eitthvað af sínu kynningarefni til þess að leggja fram.
Það er samstarfsvettvangur ferðamálafélaga á svæðinu og Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, SSNV, sem standa að viðburðinum.
Skráning er til og með 16, maí hér .
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.