Fréttir

Eldur blossaði upp í etanóltækjum samlagsins - „Sprengihætta á svæðinu óveruleg,“ segir slökkviliðsstjóri

Eldur kom upp í eimingarturni mjólkursamlagsins á Sauðárkróki sl. laugardag þegar verið var að keyra prufueimingu niður. Magnús F. Jónsson, forstöðumaður samlagsins, segist lítið geta sagt til um atvikið annað en það að svo virðist sem eldurinn hafi kviknaði út frá rafmagni.
Meira

KSÍ hvetur fólk til að sýna stillingu í garð dómara

Borið hefur á slæmri umræðu í garð knattspyrnudómara það sem af er liðið tímabili í íslenska boltanum. Umræðan hefur nú gengið svo langt að á dögunum sendi KSÍ frá sér yfirlýsingu þar sem athygli er vakin á því að á síðustu vikum hafi tveimur dómurum á vegum sambandsins verið hótað lífláti.
Meira

Rabb-a-babb 217: Liljana

Að þessu sinni er það Liljana Milenkoska sem svarar Rabbinu. Hún er fædd árið 1978, gift og b‡r að Mörk í Húnaþingi vestra. „Pabbi minn hét Vidan Milenkoski, mamma heitir Nadezda Milenkoska. Ég er alin upp í Makedóníu en mamma mín er búlgörsk/serbensk, pabbi var makedónskur,“ segir hún.
Meira

Atvinnulífssýningin um helgina

Atvinnulífssýningin verður sett í íþróttahúsinu á Sauðárkróki laugardaginn 20. maí kl. 11. Sýningin stendur yfir laugardag og sunnudag og verður opin frá kl. 10-17 á laugardag og 10-16 á sunnudag.
Meira

Dómarinn bað Donna afsökunar eftir 3-1 tap Tindastóls

Tindastóll gerði sér ferð á suðurlandið í gær þegar þær sóttu lið Selfoss heim í fjórðu umferð Bestu deildar kvenna. Leiknum lauk með 3-1 sigri heimamanna.
Meira

Fuglaflensa finnst á Íslandi – Dauðir fuglar við Sauðárkrók

Í vikunni hefur borið á fjölda dauðra fugla af andartegund í fjörunni á Sauðárkróki og segir í tilkynningu frá MAST að vert sé að hafa leiðbeiningar Matvælastofnunar í huga í umgengni við slík hræ. Skæð fuglaflensa greindist í stokkönd sem fannst í lok mars í húsagarði í Garðabæ.
Meira

WR Hólamót og reiðsýning útskriftarnema á Hólum um helgina

Næstkomandi helgi fer fram hið árlega WR Hólamót í sem er hestaíþróttamót UMSS og Skagfirðings. Mótið fer fram á Hólum í Hjaltadal, hefst föstudaginn 19. maí og lýkur á sunnudag. Samhliða mótinu fer fram reiðsýning útskriftarnema frá hestafræðideild Háskólans á Hólum.
Meira

Kontiki býður vetrarferðir frá Zurich til Norðurlands

Svissneska ferðaskrifstofan Kontiki hefur ákveðið að bjóða upp á vetrarferðir til Norðurlands næsta vetur, í beinu flugi frá Zurich. Þetta er í fyrsta sinn sem ferðaskrifstofan býður ferðir beint til Norðurlands, en hún hefur töluverða reynslu af því að selja ferðir til Íslands allt árið um kring.
Meira

Stefnulaus ríkisfjármál á verðbólgutímum - Eyjólfur Ármannsson skrifar

Ríkisfjármálunum er ekki með neinum markvissum hætti beitt gegn verðbólgunni. Þar er ríkisstjórnin stefnulaus líkt og í svo mörgum málaflokkum.
Meira

Umhverfis- og tiltektardagur á Blönduósi

Umhverfis- og tiltektardagur er framundan á Blönduósi, fimmtudaginn 18. maí nk. þar sem ,,íbúar og fyrirtæki eru hvött til að fara yfir sitt nánasta umhverfi og hreinsa til fyrir sumarið‘‘ líkt og fram kemur í tilkynningu á vef Húnabyggðar.
Meira