Fréttir

Opið bréf til fræðslunefndar, sveitarstjórnar og sveitarstjóra í Húnabyggð

Nú stöndum við íbúar í þéttbýli Húnabyggðar frammi fyrir því að keyra með yngstu börnin okkar á Vallaból sem er staðsett á Húnavöllum þar sem eingöngu er farið eftir kennitölum þegar kemur að því að taka börn inn í leikskólana eftir sameiningu sveitarfélaganna. Leikskólinn Barnabær sem er staðsettur á Blönduósi hefur verið yfirfullur og umræður um nýjan leikskóla staðið í mörg ár.
Meira

Stólastúlkur mæta liði Selfoss í Mjólkinni

Dregið var í 16 liða úrslit í Mjólkurbikar kvenna fyrr í vikunni. Það voru þær Vanda Sigurgeirsdóttir, formaður KSÍ, og Ásta B. Gunnlaugadóttir sem höfðu veg og vanda að því að draga rétt og það tókst með ágætum því lið Tindastóls fékk heimaleik. Andstæðingurinn reyndar annað lið úr Bestu deildinni en Stólastúlkur taka á móti liði Selfoss laugardaginn 28. maí á Sauðárkróksvelli. Þá dróst lið Fram, sem Óskar Smári þjálfar, gegn liði Breiðabliks.
Meira

Ferðamönnum í ógöngum bjargað af Kjalvegi

Óbreytt stjórn er hjá Björgunarfélaginu Blöndu í Húnabyggð en aðalfundur var haldinn í apríl. Á Facebook-síðu félagsins kemur fram að skemmst sé frá því að segja að það urðu engar breytingar á stjórninni þar sem Þorgils Magnússon formaður, Kristófer Kristjánsson, gjaldkeri og Arnar Freyr Ómarsson, varaformaður.
Meira

Lautarferð er það ekki

Tindastólsmenn tóku á móti liði Vals í gærkvöldi í öðrum leik liðanna í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Heimamenn vonuðust eftir að geta hert takið á bikarnum og fylgt eftir sigri í fyrsta leiknum með góðum leik og sigri en þegar til kom þá komu Valsmenn mun ákveðnari til leiks og nánast héldu uppteknum hætti frá síðustu fimm mínútum fyrsta leiksins þar sem allt fór niður hjá þeim. Það bara dugði ekki til þá. Lokatölur í gær voru 87-100.
Meira

Alor og Straumlind í samstarf

Raforkusalinn Straumlind og nýsköpunarfyrirtækið Alor, sem stjórnað er af Skagfirðingum, hafa undirritað viljayfirlýsingu um samstarf sem snýr að því að þróa lausnir í því skyni að bæta orkunýtingu rafmagns, jafna álag og selja hagkvæmt rafmagn til heimila landsins.
Meira

Fridtjof Nansen úti fyrir Hofsósi

Skemmtiferðaskipið Fridtjof Nansen sigldi inn Skagafjörðinn í dag með fólk sem ætlar að lappa upp á fjörur á Höfðaströndinni og tína rusl þar. Segir á vef Skagafjarðarhafna að þetta sé liður í verkefninu Clean Up Iceland.
Meira

Burtséð frá því hvernig leikar fara

Það fer ekki á milli mála hvert mál málanna er þessa dagana, jú körfubolti. Rimma Tindastóls og liðs Skagfirðingsins sr. Friðriks Friðrikssonar, Vals á Hlíðarenda, í úrslitaeinvígi Subway-deildarinnar er í brennidepli. Blóðug barátta leikmanna, kæra dómaranefndar, miðasöluágreiningur, níðsöngvar stuðningsmannasveita og bjórþamb áhorfenda rata milli tanna fólks og það sem kannski fáir taka eftir, ruslatínsla gesta.
Meira

Leikur í kvöld og Drungilas með

Ótrúlegasta fólk í Skagafirði dregur andann nú varlega vegna spennu yfir úrslitaeinvígi Tindastóls og Vals í Subway-deildinni í körfuknattleik. Annar leikur liðanna er í Síkinu í kvöld og verður vafalítið mikið um dýrðir; partýtjaldið opnað klukkan fjögur og þangað mæta megastjörnur á borð við Helga Sæmund, Audda Blö og Steinda Jr. Ef einhver hefur pláss fyrir hammara og lindarvatn þá er hægt að redda því því grillið verður sjóðandi heitt löngu fyrir leik sem hefst kl. 19:15.
Meira

1238 efst á lista Lonely Planet yfir áhugaverðustu afþreyingarmöguleika landsins

Tom Lundmark, sænskur sagnfræðingur og meistaranemi í stafrænum hugvísindum við Háskólann í Uppsala í Svíþjóð, segir sérstöðu 1238 einkum fólgna í áherslu á hugmyndafræði leikjavæðingar og nýstárlegri framsetningu á menningararfinum með stafrænni tækni til að höfða til breiðari hóps. Tom var í heimsókn hjá 1238, í tvær vikur í mars og apríl við rannsóknarstörf.
Meira

Hæglætis veður en mest norðlægar áttir með ágætis köldu vori

Spámenn Veðurklúbbs Dalbæjar hittust þann áttunda maí sl. til að rýna í veðurútlit mánaðarins en í fundargerð segir að vegna veikinda hafi fundurinn verið í seinna lagi. Að þessu sinni voru mætt þau Haukur Haraldsson, Bergur Þór Jónsson, Hörður Kristgeirsson, Magnús Gunnlaugsson, Sigríður Hafstað, Guðrún Skarphéðinsdóttir, Jón Garðarsson, Kristján Loftur Jónsson og Þóra Jóna Finnsdóttir.
Meira