Ungmennaflokkur Tindastóls varð deildarmeistari í 2. deild
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
14.05.2023
kl. 21.39
Ungmennaflokkur Tindastóls varð í gær deildarmeistari í 2. deild en þá gerðu kapparnir sér lítið fyrir og unnu Grindavík í framlengdum úrslitaleik í Blue höllinni í Keflavík. Lokatölur voru 94-91. Örvar Freyr Harðarson var valinn mikilvægasti leikmaður leiksins í leikslok. Það var Kelvin Lewis sem þjálfarði liðið í vetur. Feykir óskar strákunum og Scooter til hamingju með árangurinn.
Meira
