Fréttir

Samtakamáttur og samheldni á mikilvægum tímum

Eins og vitað er eru aðgerðir ríkisstjórnar vegna Covid-19 í stöðugri endurskoðun og taka mið af stöðu faraldursins á hverjum tíma. Í öllum ákvörðunum og umræðu af hálfu yfirvalda hefur verið lögð mikil áhersla á að reyna að halda úti órofinni starfsemi á sem flestum sviðum. Sveitarfélagið Skagafjörður hefur markað sér þá stefnu að fylgja leiðbeiningum yfirvalda hvað þetta varðar eins og hægt er og leitast við að þjónusta íbúa í stofnunum sveitarfélagsins hvar sem þeir eru, í skólum, í velferðarþjónustu og annars staðar.
Meira

Mikil eftirspurn eftir íbúðahúsnæði í Húnaþingi vestra

Sveitarstjórn Húnaþings vestra samþykkti á fundi þann 13. janúar sl. húsnæðisáætlun Húnaþings vestra en samkvæmt reglum skulu sveitarfélög gera húsnæðisáætlun til fjögurra ára í senn og skoða árlega hvort þörf sé á endurskoðun áætlunarinnar með tilliti til þróunar og breytinga sem orðið hafa. Vegna mikillar eftirspurnar eftir íbúðarhúsnæði hefur sveitarstjórn samþykkt tímabundna heimild til niðurfellingar gatnagerðagjalda af níu lóðum á Hvammstanga og tveimur á Laugarbakka.
Meira

Brúargerð hefði mikil jákvæð áhrif á búsetuskilyrði í framanverðum Skagafirði

Um liðna helgi skapaðist nokkur umræða á samfélagsmiðlum í kjölfar þess að Morgunblaðið sagði frá því að sam­starfs­nefnd Sveit­ar­fé­lags­ins Skaga­fjarðar og Akra­hrepps færi fram á það að brú verði gerð yfir Héraðsvötn á milli Skaga­fjarðar­veg­ar og Kjálka. Að mati nefndarinnar eru trygg­ar sam­göng­ur grunn­ur að því að vel tak­ist til við sam­ein­ingu sveit­ar­fé­lag­anna og að Skag­f­irðing­ar sjái sér hag í því að samþykkja sam­ein­ingu. Feykir forvitnaðist nánar um málið og setti sig í samband við Hrefnu Jó­hann­es­dótt­ur, odd­vita Akra­hrepps og formannsam­starfs­nefnd­ar­inn­ar.
Meira

VG í Skagafirði vilja efla strandveiðar

Á félagsfundi Vinstri grænna í Skagafirði sem haldinn var í gær voru þingmenn og ráðherrar hreyfingarinnar hvattir til áframhaldandi góðra verka og til þess að standa vörð um strandveiðarnar sem komið var á í sjávarútvegsráðherratíð Jóns Bjarnasonar og efla þær enn frekar með aukinni hlutdeild í veiðiheimildum. Mikilvægur liður í því, segir á Facebook-síðu VG, er að strandveiðar verði heimilaðar í 48 daga, 12 daga í hverjum mánuði maí – ágúst og öllum veiðisvæðunum verði tryggðir 12 dagar.
Meira

Dagur fyrirtækja á landsbyggðinni á morgun

Á morgun 19. janúar stendur SSNV (Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra) fyrir samfélagsmiðladeginum #landsbyggðafyrirtæki (e. #ruralbusiness day) í samstarfi við Digi2Market. Markmiðið er að vekja athygli á því frábæra fólki, þjónustu og vörum fyrirtækja í landsbyggðunum, sem eiga stóran þátt í að styðja við og byggja upp samfélögin í hinum dreifðari byggðum, eftir því sem kemur fram í tilkynningu samtakanna, en með því að taka þátt í deginum fá fyrirtæki í landsbyggðunum aukinn sýnilega, fá tækifæri til að vaxa, styrkir viðskiptatengsl þeirra út um Evrópu.
Meira

Lið FNV aftur úr leik í Gettu betur – eða þannig

Spurningakeppni framhaldsskólanna, Gettu betur, hélt áfram á öldum ljósvakans í gærkvöldi og þrátt fyrir tap í fyrstu umferð fékk keppnislið Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra annað tækifæri í gærkvöldi þar sem liðið komst áfram sem stigahæsta tapliðið eftir fína frammistöðu gegn öflugu liði Tækniskólans. Andstæðingurinn í gær var sprækt lið Fjölbrautaskóla Vesturlands og í húfi var sæti í átta liða úrslitum keppninnar.
Meira

Bjarni Har látinn

Kaupmaðurinn Bjarni Haraldsson á Sauðárkróki lést í nótt á 92. aldursári, en hann hafði dvalið á HSN á Sauðárkróki síðustu misseri. Bjarni var sæmdur heiðursborgaranafnbót fyrstur allra í Sveitarfélaginu Skagafirði árið 2019 er haldið var upp á 100 ára afmæli Verslunar Haraldar Júlíussonar, sem kennd er við föður hans.
Meira

Hin klassíska verndandi arfgerð (ARR) gegn riðuveiki í sauðfé er fundin

Hin klassíska verndandi arfgerð gegn riðuveiki í sauðfé, ARR, hefur nú fundist í fyrsta sinn í íslenskri kind. Þetta er stórmerkur fundur, því hér er um að ræða arfgerð sem er alþjóðlega viðurkennd sem verndandi og unnið hefur verið með í löndum Evrópusambandsins við útrýmingu riðu með góðum árangri, eftir því sem kom fram á rafrænum fundi sem haldinn var nú fyrir hádegi af hópi sem hefur verið að rannsaka þessi mál sl. ár.
Meira

Lið FNV ætlar að geta enn betur í kvöld

16 liða úrslit Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, hefjast í kvöld og verða þau í beinni útsendingu á Rás 2 og vef RÚV. Lið Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra komst í 16 liða úrslitin þrátt fyrir að hafa tapað fyrir Tækniskólanum í síðustu viku en ekkert tapliðanna fékk fleiri stig en FNV og hlaut liðið því lausa sætið í 16 liða úrslitum. FNV mætir liði Fjölbrautaskóla Vesturlands í kvöld kl. 20 og verður hægt að hlusta á keppnina í beinu streymi á vef RÚV og einnig á Rás2.
Meira

Lionsklúbburinn Björk

Lionsklúbburinn Björk á Sauðárkróki hittist lítið sem ekkert síðasta vetur en hefur náð að hittast þrisvar sinnum það sem af er þessum vetri. Fundirnir hafa verið haldnir í Gránu og þar höfum við notið gestrisni og góðra veitinga og þökkum við fyrir það.
Meira