Beit á svæðinu bönnuð

Víðishólmi er fallegur sælureitur í Hólmatjörn við Reiðhöllina Svaðastaði. Mynd/BÞ
Víðishólmi er fallegur sælureitur í Hólmatjörn við Reiðhöllina Svaðastaði. Mynd/BÞ

Lesandi hafði samband við Feyki fyrir nokkru og lýsti óánægju sinni með að hestar væru á beit í Víðishólma við Reiðhöllina Svaðastaði. Um er að ræða nyrðri hólmann í Hólmatjörn, en þar er að finna fallegt minnismerki og trjágróður. Brú liggur út í hólmann en líklegt er á hestar hafi komist þangað vegna þess að óvenju lítið vatn var orðið í tjörninni sem umlykur hólmann. 

Feykir hafði samband við Arnór Gunnarsson, starfsmann Sveitarfélagsins Skagafjarðar og sagði hann að beit væri bönnuð í Víðishólma. Hann hefði fengið ábendingu um málið og myndi í framhaldinu setja sig í samband við Bjarna Broddason, formann hólfanefndar Hestamannafélagsins Skagfirðings.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir