Undirrituðu samkomulag um rannsókn á Landsmóti hestamanna

Frá Landsmóti hestamanna 2018. Mynd:Landsmóti.is
Frá Landsmóti hestamanna 2018. Mynd:Landsmóti.is

Þann 2. júlí sl. undirrituðu fulltrúar Landsmóts hestamanna, Háskólans á Hólum og Rannsóknamiðstöðvar ferðamála samkomulag um rannsókn á Landsmóti 2018 sem heildstæðum viðburði. 

Á Landsmóti hestamanna á Hólum árið 2016 vann hópur á vegum Ferðamáladeildar Háskólans á Hólum rannsókn á landsmótinu og er rannsókn þessi unnin í framhaldi hennar. Hefur hún það að markmiði að auka þekkingu á viðburðahaldi og viðburðastjórnun, einkum á sviði hestamennsku, styrkja tengslanet rannsakenda á sviði viðburðastjórnunar, auka þekkingu á Landsmóti hestamanna og efla rannsóknir í viðburðastjórnun við Háskólann á Hólum og Rannsóknamiðstöð ferðamála að því er segir á vef Háskólans á Hólum.

Rannsóknarstarfið er stutt af Landsmóti hestamanna ehf. Felst stuðningurinn meðal annars í því að rannsóknarhópurinn fær frían aðgang að mótssvæðinu í Víðidal og aðgang að gögnum auk þess að liðkað er fyrir rannsóknum með öðrum hætti eftir því sem kostur er. 

Tengdar fréttir: Niðurstöður kynntar úr fjölþjóðlegri rannsókn sem gerð var á Landsmóti hestamanna sumarið 2016: 
http://www.feykir.is/is/frettir/nidurstodur-kynntar-ur-fjolthjodlegri-rannsokn-sem-gerd-var-a-landsmoti-hestamanna-sumarid-2017

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir