Uppskeruhátíð hjá hestamönnum í Skagafirði

Hestamannfélagið Skagfirðingur hyggur á fyrstu uppskeruhátíð sameinaðs félags laugardaginn 22. október nk. í menningarhúsinu Miðgarði. Veitt verða verðlaun fyrir íþróttaknapa ársins, gæðingaknapa Skagfirðings, knapa ársins hjá ungmennum og knapa ársins í Skagfirðingi.

„Maður er manns gaman, og við erum svo heppin að hafa úrval hæfileikaríkra einstaklinga innan félagsins. Við ætlum að syngja mikið saman og það hefur ekki þvælst fyrir Skagfirðingum að skemmta sér og öðrum,“ segir Auður Inga Ingimarsdóttir, formaður skemmtinefndar.

Lárus Ástmar Hannesson formaður Landssambands hestamanna verður veislustjóri og segir Auður hann vera söngmann mikinn og lumi ábyggilega á góðum sögum um vini sína í Skagafirðinum.

Hún hvetur alla hestamenn til að dusta af spariskónum og mæta í Miðgarð og skrá sig í tíma eða fyrir þriðjudaginn 18. okt. nk. í síma 849 6420, 847 5294 eða á netfangið auduringimars@gmail.com

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir