Titlinum fagnað í troðfullum Miðgarði - Myndasyrpa

Það var gaman í Miðgarði. Mynd: Jóhann Sigmarsson
Það var gaman í Miðgarði. Mynd: Jóhann Sigmarsson

Lokahóf Körfuknattleiksdeildar Tindastóls var haldið í Miðgarði föstudaginn 19. maí að viðstöddu fjölmenni. Mikil gleði var við völd hjá þeim 330 manns sem sóttu hófið enda Tindastólsfólk í sæluvímu eftir að hafa hampað Íslandsmeistaratitlinum kvöldinu áður.

Mikið var um ræðuhöld, snætt var íslandsmeistaralamb frá Grettistaki og máltíðinni síðan lokað með súkkulaðiköku frá Sauðárkróksbakarí. Verðlaun voru veitt, stuðningsmannasöngvar sungnir og var kvöldinu síðan lokað með alvöru Miðgarðs-dansleik þar sem Úlfur Úlfur og Stuðlabandið komu fram og skemmtu hartnær 700 manns langt fram á nótt.

Verðlaun voru veitt eftirfarandi.
Ungmennaflokkur karla
Vinnuþjarkurinn: Eyþór Lár Bárðarson
Efnilegastur: Reynir Barðdal
Besti varnarmaðurinn: Veigar Örn Svavarsson
Bestur: Orri Már Svavarsson

Meistaraflokkur kvenna
Mestu framfarir: Klara Sólveig Björgvinsdóttir
Mesti leiðtoginn: Inga Sólveig Sigurðardóttir
Besti varnarmaðurinn: Rebekka Hólm Halldórsdóttir
Mikilvægasti leikmaðurinn (MVP): Eva Rún Dagsdóttir

Meistaraflokkur karla
Mikilvægasti leikmaðurinn (MVP): Pétur Rúnar Birgisson

Myndir frá kvöldinu tók Jóhann Sigmarsson.

/SMH

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir