Græni Salurinn í Bifröst í kvöld
Tónleikarnir Græni Salurinn fara fram laugardagskvöldið 27.desember og hefjast kl 19:30 en húsið verður opnað gestum kl 19:00. Níu hljómsveitir stíga á stokk, skagfieskt tónlistarfólk sem stefnir á að skemmta sér og gestum i Bifröst - og skapa Græna Sals fíling - eins og Sigurlaug Vordís sagði þegar Feykir spurðst fyrir um sjóið.
Ekki vildi hún segja hvaða hljómsveitir mæta á svið en sagpi sjón vera sögu ríkari. Það verður örugglega enginn svikinn af því að skella sér í Bifröst í kvöld.
Aðgangseyrir er kr. 2.500 - enginn posi en hraðbanki í seilingarfjarlægð.
