Rabb-a-babb 155: Beta

Beta í gömlu vinnunni með sprækum köppum.  AÐSEND MYND
Beta í gömlu vinnunni með sprækum köppum. AÐSEND MYND

Nafn: Elísabet Helgadóttir.    
Árgangur: 1976.
Fjölskylduhagir: Gift Stebba Lísu og á með honum þrjár stelpur.
Búseta: Hlíðarnar í Reykjavík.
Hverra manna ertu og hvar upp alin/n:Foreldrar eru Helgi Árnason og Ingibjörg Sigvaldadóttir. Ég er uppalin á Blönduósi.
Starf / nám:BA í sálfræði frá HÍ og MA í mannauðsstjórnun frá EADA í Barcelona.
Hvað er í deiglunni: Það er margt og mikið í deiglunni. Það sem er mér efst í huga þessa dagana er nýtt starf.

Hvernig nemandi varstu? Að mínu mati  alveg til fyrirmyndar. Þurfti samt að heimsækja skrifstofu skólastjórans í grunnskóla Blönduóss og var líka einu sinni tekin á beinið í MA. Allt samt mjög saklaust ;o)

Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum? Held að það sé laxableiki fermingarkjóllinn.

Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Söngkona.

Hvað var uppáhalds leikfangið þitt þegar þú varst krakki? Ekki viss um að það hafi verið neitt sérstakt. Ég var frekar svona útikrakki og alltaf í einhverjum ævintýrum með vinunum.

Besti ilmurinn? Allir ilmir í Madison ilmhús

Hvað varstu að hlusta á þegar þú fékkst bílprófið? Ég man sérstaklega eftir að hafa hlustað mikið á Sting þegar ég var að keyra, en það var tónlistin sem mamma og pabbi voru með í spilaranum.

Hvaða lag er líklegast að þú takir í Kareókí? Eitthvað Madonnu-lag.

Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu? Horfi lítið á sjónvarp og skoða fréttir á vefnum. Annars eru skandinavískir þættir í uppáhaldi.

Besta bíómyndin? Var að horfa á Manchester By Sea um daginn, frábær mynd! Hef líklega oftast horft á Dirty Dancing og myndina um fimleikakonuna Nadíu Comeneci.

Hvað gerir þú betur en allir aðrir á þínu heimili? Frábær spurning. Flest allt. Stebbi er að vísu betri í að losa hárstíflur í baðkarinu sem mér býður við. Það eru fjórir kvenmenn á heimilinu og mikið hár, þannig að hann á hrós skilið fyrir þetta verkefni.

Hvert 
er snilldarverkið þitt í eldhúsinu? Aðallega bara String hillurnar.

Hættulegasta helgarnammið? Svo glatað að segja þetta en ég borða ekki mikið nammi.

Hvernig er eggið best? Poached egg

Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? Hvað drasl fer mikið í taugarnar á mér og hvað skítaþröskuldurinn minn er lágur. Alveg glatað að eyða svona miklum tíma í að taka til og þurrka af eldhúsborðinu.

Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Baktal og fýla.

Uppáhalds málsháttur eða tilvitnun? Veit ekki… en svolítið magnað að sá fyrsti sem poppaði upp í kollinn var; ber er hver að baki nema sé bróður eigi. Ég á engan bróður, en tvær systur og er í fínum málum.

Hver er elsta minningin sem þú átt? Held að það sé þegar ég var 4 ára að leika úti og Halldóra systir sem var þá 2 ára datt í poll og drukknaði næstum.

Hver er uppáhalds bókin þín og/eða rithöfundur? Uppáhaldsbókin mín er Málverkið eftir Ólaf Jóhann, held að það sé eina bókin sem ég hef lesið tvisvar. Hann er samt ekki upphálds rithöfundurinn minn núna, það er annar sem fær þann titil.

Hver væri titillinn á ævisögu þinni? Í kappi við tímann.

Framlenging:

Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu... á einhvern geðveikan skíðastað.

Ef þú ættir að dvelja alein/n á eyðieyju, hvaða þrjá hluti tækirðu með þér? Sólarvörn, kveikjara, hníf

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir