Rabb-a-babb 202: Karólína í Hvammshlíð

Karólína með góðum félaga úti í guðs grænni náttúrunni. AÐSEND MYND
Karólína með góðum félaga úti í guðs grænni náttúrunni. AÐSEND MYND

Nafn: Karólína Elísabetardóttir.
Fjölskylduhagir: Hundarnir Baugur og Kappi, í kringum 60 kindur og þrír hestar.
Búseta: Hvammshlíð.
Hvar upp alin: Aðallega í sveitaþorpi í Norður-Þýskalandi.
Starf / nám: sauðfjárbóndi, rithöfundur, ostagerðamaður, ullarsali og sennilega einhvers konar vísindamaður líka.
Hvað er í deiglunni: Næsta dagatal. Og riðurannsóknin mikla: að finna vonandi nýjar verndandi arfgerðir varðandi næmi fyrir riðusmiti til að útrýma vonandi þennan vágest án þess að skera bara endalaust niður! Og koma svo ostagerðinni af stað þegar leyfið verður loksins komið – sem virðist alveg á síðustu metrunum.

Rabbið:

Hvernig nemandi varstu? Þetta fór alveg eftir kennurunum ...

Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum? Hann átti sér stað 13. maí, ég var 13 ára og gestirnir voru 13 ;)

Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Dýralæknir og kennari

Hvert var uppáhalds leikfangið þitt þegar þú varst krakki? Ekkert sérstakt; en á tímabili var það rafknúna leikfangalestin sem vinur minn átti

Besti ilmurinn? Það er til svo margt sem ilmar vel ... fyrst og fremst loftið hér til fjalla, en þá meðal annars hundarnir mínir, svo auðvitað unglömb, reyndar líka kindurnar mínar, nýtínt blóðberg, nýrúin ull af hreinum kindum ... og margt fleira ...

Hvað varstu að hlusta á þegar þú fékkst bílprófið? Bubbi, Depeche Mode, The Clash

Hvernig slakarðu á? Í daglegum fjallgöngutúr með hundunum hérna í kring – eða bara sitjandi á þúfu og horfandi á kindurnar.

Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu? Engu. Ég á ekki sjónvarp!

Besta bíómyndin? Fer reyndar aldrei í bío

Hvaða íþróttamanni hefurðu mestar mætur á? Jóa vakra Þorsteinssyni og Axel Kárasyni dýralækni

Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu? Bláberjarjómaskyr, pönnukökur með osti.

Hvernig er eggið best? Ef framleiðandi (fuglinn) var búinn að vappa um úti –alveg sama hvort um hænu, grágæs eða hettumáf er að ræða.

Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? Stressa sig með það að gera of margt í einu

Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? 
Ábyrgðarleysi

Uppáhalds málsháttur eða tilvitnun? Góðir hlutir gerast hægt.

Hver er elsta minningin sem þú átt? Drulluleikur í rigningu þegar ég var um tveggja ára

Hver er uppáhalds bókin þín og/eða rithöfundur? Það eru margar bækur og margir höfundar. Segjum til dæmis Ásgeir Jónsson, Þórbergur Þórðarson og Astrid Lindgren.

Orð eða frasi sem þú notar of mikið? ... þannig að ...

Hvaða þremur persónum vildirðu bjóða í draumakvöldverð? 
Fyrst ætlaði ég að sleppa spurningunni en þá datt mér í hug að það væri reyndar gaman að bjóða höfundunum þremur sem ég nefndi fyrir ofan.

Ef þú gætir farið til baka í tímann, hvert færirðu? Segjum kannski 100 ár til baka. Flest dæmigert úr gamla tímanum er enn til á borð við torfhús, sauðaskyr og hestar sem aðalferðamáti en samt framfarahugsunin komin vel af stað.

Hver væri titillinn á ævisögu þinni? Fjallasæla

Framlenging:

Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu...
 á Hornstrandir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir