rabb-a-babb 60: Stefán Friðrik

Nafn: Stefán Friðrik Friðriksson.
Árgangur: 1982.
Fjölskylduhagir: Einhleypur.
Starf / nám: Er í námi við Kvikmyndaskóla Íslands.
Bifreið: Nýbúinn að fjárfesta í WV Golf silfurgráum árg. "97.
Hestöfl: Um 100 kvikyndi.
Hvað er í deiglunni: Frumsýning á lokaverkefni og kosningar.

Hvernig hefurðu það? Góður!
Hvernig nemandi varstu? Frekar latur nemandi, en var nokkuð lítið til vandræða held ég. Var samt svona meðalnemandi.
Hvað er eftirminnilegast frá fermingardeginum? Rauða roðvestið sem að ég var skikkaður í. Sérsaumað, en ljótt var það.
Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Þegar að ég var pínulítill ætlaði ég að verða þjófur, en sem betur fer rættist það ekki, svo ætlaði ég að verða uppfinningarmaður og gerði margar tilraunir heima í skúr.
Hvað hræðistu mest? Innanlandsflug á Íslandi getur verið það allra hryllilegasta á þessari jörð. Svo er leigumarkaðurinn í RVK frekar scary.
Hver var fyrsta platan sem þú keyptir (eða besta)? Ég fékk plötu með Nýdanskri (himnasending) í jólagjöf þegar að ég var 11 ára, en besta platan er án efa 2001 með Dr.Dre. algjör klassík.
Hvaða lag ertu líklegastur til að syngja í Kareókí? Það fer eftir fjölda drykkja. Hef reyndar ekki sungið mikið í kareókí í gegnum tíðina.
Hverju missirðu helst ekki af í sjónvarpinu (fyrir utan fréttir)? Þessa stundina er það Dexter á Skjá einum.
Besta bíómyndin? Apocalypse now, er ein sú besta. Annars get ég ekki gert uppá milli. Það eru svo svakalega margar góðar myndir til.
Bruce Willis eða George Clooney / Angelina Jolie eða Gwyneth Paltrow? Bruce Willis án efa, veit ekki með hinar tvær, óttalegar sultur eitthvað.
Hvað fer helst í innkaupakörfuna sem ekki er skrifað á tossamiðann? Ég skrifa nú ekki tossamiða, ætti nú samt að gera það því að þegar ég fer út í búð þá man ég yfirleitt ekki hvað ég ætlaði kaupa og kaupi alltaf eitthvað rugl sem ég borða síðan aldrei.
Hvað er í morgunmatinn? Ég borða yfirleitt ekki morgunmat.
Uppáhalds málsháttur? Vertu ekki að slá mig með gullhamri. (Venni Páer)
Hvaða teiknimyndapersóna höfðar mest til þín? Ég las lítið annað en Andrés Önd þegar að ég var lítill, þannig að hann og Jóakim Frændi verða fyrir valinu.
Hvert er snilldarverkið þitt í eldhúsinu? Steiktar núðlur (námsmannafæði)
Hver er uppáhalds bókin þín? Ég geri lítið af því að lesa bækur, ef að bækur eru nógu góðar þá er yfirleitt gerðar bíómyndir eftir þeim ég bíð bara eftir því, en ég var háður Dagbókum Berts í gamla daga.
Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu... Það eru nú svo margir staðir sem að mig langar að koma til en ég myndi byrja á Tokyo í Japan.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? Framtaksleysi þegar að ég þarf að gera eitthvað sem mér finnst leiðinlegt.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Óstundvísi og drama.
Enski boltinn - hvaða lið og af hverju? Arsenal. Því er gæðauppeldi að þakka.
Hvaða íþróttamanni / dómara hefurðu mestar mætur á? Inamoto var í miklu uppáhaldi hjá mér og er hann einn vanmetnasti knattspyrnumaður allra tíma.
Heim í Búðardal eða Diskó Friskó? Heim í Friskó og BúðardalsDiskó.
Hver var mikilvægasta persóna 20. aldarinnar að þínu mati? Charlie Chaplin.
Ef þú ættir að dvelja aleinn á eyðieyju, hvaða þrjá hluti tækirðu með þér? -Zippó kveikjara, sveðju og veiðistöng.
Hvað er best í heimi? Playstation kvöld heima hjá Dabba, ég vex seint uppúr því. Annars er alltaf gott að hitta alla félagana og jafnvel kíkja út á lífið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir