Einvígi Tindastóls og Aþenu hefst á föstudag

„Einvígi við Aþenu leggst vel í mig. Aþena er með vel mannað lið í öllum stöðum og spila af mikilli ákefð. Það er mikil stemning í kringum bæði þessi lið og heimavöllurinn öflugur þannig að ég á von á hita og látum, bæði á vellinum og í stúkunni,“ segir Helgi Freyr Margeirsson, þjálfari kvennaliðs Tindastóls, en í gær varð ljóst að andstæðingur Stólastúlkna í einvíginu um sæti í Subway-deildinni yrðu lærisveinar Brynjars Karls, Aþena.

Fyrsti leikurinn í einvígi liðanna verður á föstudaginn í Austurbergi í Breiðholti Reykjavíkur en á mánudaginn verður spilað í Síkinu.

Hvernig gekk að eiga við lið Aþenu í vetur? „Fyrir utan fyrsta leik tímabilsins þá gekk okkur vel að eiga við Aþenu, við spiluðum þrisvar við liðið í vetur og unnum tvisvar í hörkuleikjum.“

Hvernig er staðan á liðinu? „Staðan á liðinu er ágæt, við mætum klárar í fyrsta leik á föstudaginn,“ segir Helgi.

Lið Aþenu hafnaði í öðru sæti í 1. deildinni en lið Tindastóls því fjórða. Lið Aþenu sló út lið KR sem hafnaði í þriðja sæti í deildinni og fór einvígið í fjóra leiki en Aþena vann öruggan sigur í oddaleik í gærkvöldi. Stólastúlkur slógu hinsvegar út Subway-deildar lið Snæfells 3-1 og því er nokkuð víst að það getur allt gerst!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir