"Fegrunarmörk" - sýningaropnun
	feykir.is
		
				Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Fréttir	
		
					13.03.2024			
	
		kl. 11.59	
			
	
	
	Listsýningin "Fegrunarmörk" verður opnuð í Hillebrandtshúsi laugardaginn 16. mars nk. kl. 16:00.
Vorið er að koma og með því kemur fegurðin í öllum sínum myndum! Komið, fagnið og veltið fyrir ykkur hugmyndum um mannlega fegurð á þessari sérstöku listsýningu.
Á sýningunni verða verk frá listafólki í héraði sem deila eigin sýn á mannlegri fegurð.
Lifandi tónlist og léttar veitingar, vonandi sjá sem flestir sér fært að fara og skoða þessa flottu sýningu.

 
						 
								 
			 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
