Fögnum alþjóðlega vöffludeginum í dag, 25. mars

Áskorun til allra í tilefni dagsins! Skelltu í vöfflur því það er alþjóðlegi vöffludagurinn í dag. Ekki flækja hlutina og náðu þér í Vilko þurrefnablöndu og dassaðu smá vatn við. Ef þú vilt setja í þína eigin uppskrift þá er ég með eina góða...

Við hjá Feyki verðum ekki lengi að gera okkur glaðan dag í kaffitímanum því við ELSKUM vöfflur.....

Vöffluuppskriftin er gömul fjölskylduuppskrift sem hefur verið notuð síðan sautjánhundruð og súrkál og klikkar aldrei.

    400 gr. hveiti

    3 tsk. lyftiduft

    1 tsk. salt

    3 msk. sykur

    2 tsk. vanillusykur eða 1 tsk vanilludropar

    100 g. brætt smjörlíki

    2 egg

    1 dl. karamellujógúrt

    mjólk af vild – eftir því hve þykkt deigið á að vera

Aðferð: Setjið þurrefnin í skál og blandið vel saman, bætið svo eggjunum, vanillusykrinum, jógúrtinu og smjörlíkinu saman við og hrærið með handþeytara – þynnið deigið út með mjólk eftir smekk, passið að hræra degið ekki of lengi því þá getur það orðið seigt. Þá byrjar baksturinn..... og svo er bara hvað viljið með? Rjóma, sultu, jarðarber, bláber, súkkulaði eða bara sykur, þetta er allt gott.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir