Óskað eftir tilboðum í leikskólabyggingu í Varmahlíð

Svona er áætlað að nýr leikskóli í Varmahlíð muni líta út. MYND: SKAGAFJÖRÐUR.IS
Svona er áætlað að nýr leikskóli í Varmahlíð muni líta út. MYND: SKAGAFJÖRÐUR.IS

Sveitarfélagið Skagafjörður óskar nú eftir tilboðum í uppsteypu og utanhúss frágang við nýjan leikskóla í Varmahlíð sem á að rísa sunnan við Varmahlíðarskóla. Í verkinu felst að steypa upp, einangra og klæða utan bygginguna sem er um 555 m2 að stærð. Húsi skal skilað lokuðu, fulleinangruðu og tilbúnu til innanhússfrágangs, eigi síðar en 15. desember 2024 en heildarverklok eru áætluð þann 1. apríl 2025.

Útboðsgögn verða afhent gjaldfrjálst á rafrænu formi frá og með deginum í dag, 25. mars 2024. Opnunardagur tilboða er 24. apríl 2024. Óska skal eftir útboðsgögnum í tölvupósti á netfangið johann@vaarkitektar.is.

Sjá upplýsingar um helstu magntölur í tilkynningu á Skagafjörður.is >

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir