Séra Sigríður skipuð prófastur í Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi
	feykir.is
		
				Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla, Mannlíf	
		
					15.04.2024			
	
		kl. 11.03	
			
	
	
	Sr. Sigríður Gunnarsdóttir sóknarprestur í Skagafjarðarprestakalli hefur verið skipuð prófastur í Húnavatns- og Skagafjarðarprófastsdæmi frá og með deginum í dag, 15. apríl 2024. Hún tekur við af sr. Döllu Þórðardóttur á Miklabæ en hún lét af störfum þann 1. desember síðastliðinn.
Frá þeim tíma hefur sr. Gísli Gunnarsson, vígslubiskup á Hólum, gegnt prófstsstörfum.
Sr. Sigríður vígðist þann 15. október árið 2006 til afleysinga í Sauðárkróksprestakalli og var síðan sett sóknarprestur í Sauðárkróksprestakalli frá 1.ágúst 2007. Við sameiningu prestakallanna í Skagafirði var hún skipuð sóknarprestur í Skagafjarðarprestakalli frá 1. janúar 2023.
Sjá nánar á Kirkjan.is >
	 
						 
								 
			 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
