Söfnunardagur Bernharðs Leós fékk frábærar viðtökur

Úr eldhúsinu á Hard Wok Café í gær. SKJÁSKOT AF FB
Úr eldhúsinu á Hard Wok Café í gær. SKJÁSKOT AF FB

Í gær stóðu þau heiðurshjón, Árni Björn og Ragga, á Hard Wok Café á Króknum fyrir söfnunarátaki til styrktar fjölskyldu Bernharðs Leós, ungs baráttumanns úr Hjaltadal, sem hefur mátt glíma við sjaldgæfan og erfiðan sjúkdóm. Öll sala gærdagsins á Hard Wok rann til styrktar fjölskyldunni og þegar upp var staðið höfðu selst 782 hamborgarar og safnast 1.955.000 krónur. Sannarlega frábært framtak og sömuleiðis frábærar viðtökur.

„Okkur langar að þakka öllum þeim sem komu og fengu sér hamborgara og öllum þeim sjálfboðaliðum sem komu og hjálpuðu okkur að gera þennan dag ógleymanlegan,“ segir í tilkynningu frá Hard Wok á Facebook og þar er byrgjum þeirra þakkað en þeir lögðu til umbúðir, kjöt, brauð, sósur, franskar og gos en þetta voru semsagt Papco, KS/Kjötbankinn, Ekran, Myllan, OJK KS/Vogaídýfa og Ccep/Coke.

Árni og Ragga benda á enn sé hægt að kaupa rafrænan hamborgara til að leggja fjölskyldu Bernharðs Leós lið. Það er gert með því að leggja upphæð inn á reikningsnúmerið 0310-13-3569 kt.1305873569

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir