Stafræn leiðsögn um Þrístapa og Villa Nova
 
			
						Feykir setti sig í samband við Freyju Rut Emilsdóttur, framkvæmdarstjóra Sýndarveruleika ehf, sem á og rekur sýninguna 1238:Baráttan um Ísland og spurði nánar út í þetta áhugaverða verkefni.
 "Á Þrístöpum í Húnabyggð verður gestum boðið að skanna kóða og fá þannig hljóðleiðsögn í sín snjalltæki. Við Villa Nova á Sauðárkróki munu gestir einnig geta nálgast hljóðleiðsögn, en einnig nýtt viðbættan veruleika til að sjá myndir af húsinu á mismunandi tímabilum í sögu þess. Allt efnið munu gestir geta nálgast endurgjaldslaus. Ætlunin er að upplifun gesta verði meiri, dvölin ánægjulegri, en líka lengri sem vonandi verður til þess að heildardvöl á svæðinu lengist, með tilheyrandi kaupum á þjónustu á svæðinu."
"Á Þrístöpum í Húnabyggð verður gestum boðið að skanna kóða og fá þannig hljóðleiðsögn í sín snjalltæki. Við Villa Nova á Sauðárkróki munu gestir einnig geta nálgast hljóðleiðsögn, en einnig nýtt viðbættan veruleika til að sjá myndir af húsinu á mismunandi tímabilum í sögu þess. Allt efnið munu gestir geta nálgast endurgjaldslaus. Ætlunin er að upplifun gesta verði meiri, dvölin ánægjulegri, en líka lengri sem vonandi verður til þess að heildardvöl á svæðinu lengist, með tilheyrandi kaupum á þjónustu á svæðinu."                                                                                    
Ljósm. af Þrístöpum. Mynd:PF
 
						 
								 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
