Varúð á vegum

Vegirnir eru varasamir þessa dagana. Mynd: Berglind Þorsteinsdóttir
Vegirnir eru varasamir þessa dagana. Mynd: Berglind Þorsteinsdóttir

Veturinn rankaði nú loks við sér og ákvað að minna á að hann er enn við völd með því að senda okkur smá snjókomu í gær og fyrradag. Því eru vegir nú hálir um allan landshlutann og vissara að fara varlega. Hann hefur verið heppinn, bílsjtórinn á þessum bíl að ekki fór verr en hann lenti utan vegar í grennd við bæinn Gröf í Vestur Húnavatnssýslu.Mildi að ekki fór verr.
Engar upplýsingar hafa borist lögreglu um óhappið en myndirnar tók Berglind Þorsteinsdóttir þegar hún átti leið þar um í morgun. Að sögn Kristjáns Þorbjörnssonar hjá Lögreglunni á Blönduósi er tíðindalítið á svæðinu þó alltaf sé nokkuð um hraðakstur og nokkrir tugir bifreiða stöðvaðir af þeim sökum í viku hverri.

Fleiri fréttir