Kynningarfundir Ferðamálastofu og SSNV um Framkvæmdasjóð ferðamannastaða
Ferðamálastofa og SSNV standa sameiginlega að tveimur kynningarfundum um Framkvæmdasjóð ferðamannastaða á Norðurlandi vestra í dag eins og sagt var frá á Feyki.is á dögunum. Fyrri fundurinn verður haldinn á Hótel Laugarbakka eins og áður hefur verið auglýst klukkan 10:30 – 12:00 en staðsetning þess síðari hefur breyst og verður hann haldinn í Miðgarði kl. 14:00 – 15:30.