Nýtt deiliskipulag fyrir Borgarvirki samþykkt
Sveitarstjórn Húnaþings vestra hefur samþykkt nýtt deiliskipulag fyrir Borgarvirki eins og fram kemur á vef sveitarfélagsins. Skipulagssvæðið er 3,7 ha að stærð og er því ætlað að stuðla að verndun og varðveislu minja á svæðinu jafnframt því að gera þær aðgengilegri fyrir ferðamenn sem koma að minjasvæðinu.
Það var Minjastofnun Íslands sem lét vinna skipulagið og var tillagan var auglýst frá 13. desember 2016 til 25. janúar 2017. Þrír aðilar sendu inn athugasemdir/umsagnir sem svarað var á fundi skipulags- og umhverfisráðs þann 6. apríl 2017. Breytingar voru gerðar á auglýstri tillögu og felast þær aðallega í því að fella út byggingarreit fyrir salernis- og þjónustuhús.
Deiliskipulagið hefur verið sent Skipulagsstofnun og tekur það gildi með auglýsingu í B-deild Stjórnartíðinda. Þeir sem óska nánari upplýsingar um tillöguna og niðurstöðu sveitarstjórnar, geta snúið sér til sveitarstjóra Húnaþings vestra.
Samþykktan uppdrátt má finna HÉR