V-Húnavatnssýsla

Þetta er ekki allt að koma með fjárlagafrumvarpinu | Eyjólfur Ármannsson skrifar

Fjár­laga­frum­varp næsta árs var lagt fram á Alþingi í sl. viku. Fjár­málaráðherra kynnti það und­ir yf­ir­skrift­inni „Þetta er allt að koma“. Af frum­varp­inu má ráða að við eig­um að bíða frek­ari áhrifa stýri­vaxta Seðlabank­ans og vona að verðbólgu­mark­miði bank­ans um 2,5% ár­lega verðbólgu verði náð sem er óvíst. Rík­is­fjár­mál­un­um er ekki beitt mark­visst til að ná niður verðbólgu, hvorki til að draga úr þenslu og pen­inga­magni í um­ferð né til að mæta mik­illi eft­ir­spurn eft­ir hús­næði á viðráðan­legu verði á tím­um for­dæma­lausr­ar íbúa­fjölg­un­ar.
Meira

Fulltrúar ferðaskrifstofa heimsóttu Norðurland vestra

Á vef SSNV er sagt frá því að í síðustu viku hafi starfsfólk nokkurra ferðaskrifstofa frá Reykjavík, alls níu manns, verið á ferð um Norðurland vestra. Ferðalagið, sem var skipulagt í samstarfi við Markaðsstofu Norðurlands, stóð í tvo daga og heppnaðist einstaklega vel.
Meira

Frítt í landsbyggðarstrætó á bíllausa daginn

Vegagerðin tekur virkan þátt í Evrópsku samgönguvikunni, meðal annars með því að hafa frítt í landsbyggðarstrætó á bíllausa daginn, sunnudaginn 22. september. Á netsíðu Vegagerðarinnar segir að borgir og bæir á Íslandi hafi tekið þátt í Evrópsku samgönguvikunni frá árinu 2002. Samgönguvikan er samstillt átak sveitarfélaga í Evrópu sem er ætlað að ýta undir sjálfbærar samgöngur.
Meira

Skólafólk nestaði sig inn í nýtt skólaár

Haustþing Kennarasambands Norðurlands vestra fór fram í Miðgarði í Varmahlíð þann 30. ágúst síðastliðinn. Formaður KSNV er Álfhildur Leifsdóttir kennari við Árskóla á Sauðárkróki og hún féllst á að svara nokkrum spurningum Feykis um þingið og eitt og annað tengt skólamálum.
Meira

Hefur sennilega aldrei slegið garð foreldranna jafn oft

Feykir heyrði síðast hljóðið í Ingva Rafni Ingvarssyni, þjálfara Kormáks/Hvatar í 2. deildinni í knattspyrnu þegar um sex umferðir voru eftir af mótinu. Þá stóðu Húnvetningar ansi vel, voru í áttunda sæti með 18 stig og virtust nokkuð öruggir með sætið í deildinni. Ingvi Rafn vonaðist eftir sex stigum í næstu tveimur leikjum og það átti að fara langt með að tryggja sætið. Liðið vann ekki einn einasta leik frá þeim tíma en slapp við fall í síðustu umferðinni þar sem KF náði ekki að vinna sinn leik.
Meira

Hvítserkur og Glaumbær eru mest sóttu ferðamannastaðirnir á Norðurlandi vestra

Húnahornið lagðist yfir frétt Morgunblaðinu þar sem var fjallað um aðsókn á vinsæla ferðamannastaði á Íslandi. Hvítserkur er sennilega eitt frægasta kennileiti svæðisins ásamt Drangey á Skagafirði en það er heldur einfaldara að heimsækja Hvítserk. Það sem vekur athygli er gríðarleg aukning á heimsóknum ferðamanna að Hvítserk. Metaðsókn var í fyrra frá því að mælingar hófust árið 2021 en árið 2023 heimsóttu tæplega 82 þúsund manns staðinn en í ár er talan komin í ríflega 124 þúsund heimsóknir og árið langt því frá liðið.
Meira

„Bara“ kennari | Álfhildur Leifsdóttir skrifar

„Núna er nóg“ var sagt fyrir síðustu kjarasamninga kennara. En það „núna“ sem var þá, var ekki góður tími. Alveg eins og samningarnir þar áður voru líka á slæmum tíma fyrir samfélagið. Og kennarar svona samfélagsvænir, gáfu eftir. Gerðu stutta samninga með litlum kjarabótum.
Meira

Staða slökkviliðsstjóra hjá Brunavörnum Húnaþings vestra auglýst

Húnaþing vestra leitar á ný að drifandi leiðtoga í starf slökkviliðsstjóra Brunavarna Húnaþings vestra en nú er nánast slétt ár síðan Valur Freyr Halldórsson var ráðinn til eins árs í starfið. Hann hafði áður starfað hjá Slökkviliði Akureyrar í 21 ár.
Meira

Sendiherra ESB heimsótti Byggðastofnun í morgun

Sendiherra ESB á Íslandi, Clara Ganslandt, heimsótti Byggðastofnun ásamt fylgdarliði í morgun en þau voru mætt á Krókinn til að kynna sér starfsemi stofnunarinnar. Hópurinn er á ferðalagi um landið í tilefni þess að 30 ár eru síðan samningur um EES tók gildi og er að kynna samstarfsáætlanir ESB á sviði menntunar, menningar, rannsókna, nýsköpunar og æskulýðsstarfs.
Meira

Æfingar hefjast hjá Skagfirska kammerkórnum.

Miðvikudaginn 11.september hóf Skagfirski kammerkórinn æfingar á ný eftir sumarfrí og heldur inn í sitt tuttugasta og fimmta starfsár.
Meira