V-Húnavatnssýsla

Getur þú ekki bara harkað þetta af þér?

Ánægjulegt og langþráð skref var stigið nú í vikunni þegar Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra staðfesti samning sem Sjúkratryggingar Íslands hafa gert við Klíníkina um kaup á aðgerðum vegna endómetríósu. Samningurinn kveður á um að þær sem eru í brýnustu þörfinni njóti forgangs að aðgerðum.
Meira

„Matur er mannsins megin“ – Sýning hjá Byggðasafni Húnvetninga og Strandamanna

Á Byggðasafni Húnvetninga og Strandamanna á Reykjum við Hrútafjörð gefur að líta all margar fastasýningar sem bregða ljósi á og miðla lífsháttum fólks fyrr á öldum. Margt af því sem í dag telst til sjálfsagðra þæginda, kallaði oftar en ekki á mikla vinnu, útsjónasemi og kunnáttu svo vel færi. Úrvinnsla og geymsla matvæla var þar veigamikill þáttur í daglegum störfum heimilianna og undirstaða lífsafkomunnar.
Meira

Sigurrós og Sigur Rós :: Vangaveltur um tengsl heimsfrægrar hljómsveitar norður í land

Í öðru bindi Byggðasögu Skagafjarðar er örlítill þáttur um Hvammsbrekku, landspildu úr landi Reynistaðar, sunnan og vestan Sauðárkróksbrautar, milli Geitagerðis og Melslands. Þar voru frumbyggjar Ragnar Magnússon og Sigurlína Sigurðardóttir sem þá höfðu verið nokkur ár í húsmennsku á Mel en þau hófu byggingu íbúðarhússins árið 1928 og fluttust þangað vorið 1929. Húsið var lítið, kjallari 19 m2 og ein hæð 26,4 m2. Í fyrstu virðist það ansi langsótt að tengja þessi húsakynni við einn frægasta tónlistarmann Íslands í einni þekktustu hljómsveit í heimi en er þó ekki erfitt.
Meira

Mikið af handverki ratað í jólapakka

Að þessu sinni eru það hjónin Stefanía Ósk Stefánsdóttir og Kjartan Erlendsson á Sauðárkróki sem segja lesendum Feykis frá því hvað þau eru að fást við. Stefanía er fædd og uppalin austur í Breiðdal en maðurinn hennar, Kjartan Erlendsson, er Austur-Húnvetningur. Þau fluttu á Krókinn árið 1971 og ætluðu sér að vera hér í eitt ár en hvað eru 50 ár umfram það? Það er Stefanía sem hefur orðið en hún vill byrja á að þakka Unni Sævars fyrir áskorunina.
Meira

Blundar í mörgum Blönduósingum að upphefja gamla bæinn til fyrri dýrðar :: Bjarni Gaukur um uppbyggingu gamla bæjarins á Blönduósi

Það stendur mikið til á Blönduósi en félagarnir og heimamennirnir Reyni Grétarsson og Bjarni Gaukur Sigurðsson hafa, undir merkjum InfoCapital, fest kaup á húsum í gamla bænum. Verkefnið er metnaðarfullt og til þess ætlast að blása lífi í Blönduósbæ og hrífa heimamenn með í uppbygginguna. Feykir hafði samband við Bjarna Gauk og forvitnaðist um málið.
Meira

JólaFeykir kemur út í dag

Biðin eftir jólablaði Feykis er á enda því hnausþykkur doðrantur er á leiðinni til íbúa Norðurlands vestra í dag og næstu daga. Eins og lög gera ráð fyrir eru fjölmörg viðtöl, uppskriftir, andleg næring og besta myndagáta í heimi, að finna í blaðinu. Fljótlega verður það einni aðgengilegt á Netinu svo enginn ætti að þurfa að fara í jólafeykisköttinn.
Meira

Forsetahjónin heimsóttu Hvammstanga

Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Elíza Reid forsetafrú, heimsóttu Húnaþing vestra á sunnudaginn og sóttu m.a. aðventustund í setustofunni á sjúkrahúsinu með heimilisfólki og öðrum gestum. Síðan héldu þau í heimsókn í Verslunarminjasafnið þar sem Þuríður Þorleifsdóttir tók á móti gestunum og sagði frá starfseminni. Að því loknu sátu forsetahjónin aðventustund í Hvammstangakirkju sem í þetta sinn var sameiginleg stund allra kirkna í sveitarfélaginu.
Meira

Fáeinir aðilar að skoða áform um að reisa hótel í Skagafirði

Ísland er vinsæll viðkomustaður ferðamanna sem aldrei fyrr og nýting á hótelherbergjum alla jafna mikil. Á Norðurlandi er hins vegar mikil þörf fyrir aukið gistirými en í frétt á RÚV kemur fram að bætt nýting utan háannatímans, vaxandi eftirspurn og þörf fyrir fjárfestingu í gistirýmum einkenni stöðuna í norðlenskri ferðaþjónustu og er þar vísað til greiningar KPMG á gistirýmum á Norðurlandi sem var unnin fyrir Markaðsstofu Norðurlands.
Meira

40 ára afmæli mögnuðustu þingræðu sögunnar – Flokksræðið gegn fólkinu

Hinn 23. nóvember 1982 eða fyrir 40 árum flutti Vilmundur Gylfason eina mögnuðustu þingræðu sem flutt hefur verið. Þetta er kröftug, ástríðufull og skemmtileg ræða þar sem íslensk stjórnkerfi er tekið á beinið. Þrátt fyrir gjörbreytt samfélag búum við í dag, árið 2022, við sama stjórnkerfi og árið 1982. Vandamálin í dag eru í meginatriðum hin sömu og fyrir 40 árum og tillögur Vilmundar um leiðir til úrbóta eru enn í fullu gildi og sígildar. Spurning er kannski hvort stjórnkerfið í dag hafi orðið faglegri en fyrir 40 árum og færst fjær flokksræðinu. Mál eins og salan á Íslandsbanka í vor benda ekki til þess að orðið hafi breytingar, sama má segja um mál ÍL-sjóðs og nú síðast lífeyrisaukasjóð LSR. Allt eru þetta dæmi um mál sem bera vitni um grátlegt fúsk og vanhæfni stjórnkerfisins sem kosta ríkissjóð og almenning tugi og jafnvel hundruð milljarða króna.
Meira

Viðburðarík aðventuhelgi á Norðurlandi vestra

Það er fyrsta helgi í aðventu núna og mikið um að vera á Norðurlandi vestra. Nú á hádegi hefst Jólahlaðborð Rótarýklúbbs Sauðárkróks í íþróttahúsinu á Króknum og í kjölfarið verður hátíðarstemning þegar ljós verða tendruð á jólatrénu á Kirkjutorgi og hefst athöfnin kl. 15:30. Á Blönduósi verður Aðventuhátíð í Blönduóskirkju á morgun sem og afmælishátíð í Sauðárkrókskirkju. Í kvöld verður söngur, gaman og gleði í Skagafirði og víða verða verslanir opnar og markaðir af ýmsu tagi,
Meira