V-Húnavatnssýsla

Ísland, best í heimi :: Leiðari Feykis

Nú er þjóðhátíðardagur okkar Íslendinga nýliðinn en stofnun lýðveldis 17. júní árið 1944 markaði endalok sambands Danmerkur og Íslands sem staðið hafði í aldir. Þetta sjálfstæði, sem við nú varðveitum, fékkst ekki bara af því bara, og okkur ber að gæta þess í hvívetna, menningu okkar og tungu. Þó að það virðist langt síðan sá atburður átti sér stað eru enn um fimmtán þúsund manns sem byggja landið, sem annað hvort fæddust á því ári eða fyrr. Um síðustu áramót voru 1.857 sem fæddust 1944 og eru því 79 ára á þessu ári.
Meira

Tæpum 1,1 milljarði kr. úthlutað úr Framkvæmdasjóði aldraðra

Á vef Stjórnarráðsins kemur fram að Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra hafi úthlutað tæpum 1,1 milljarði króna úr Framkvæmdasjóði aldraðra en hlutverk sjóðsins er að stuðla að uppbyggingu og efla öldrunarþjónustu um allt land. Norðurland vestra frítt við framlag úr sjóðnum.
Meira

Stórefld þjónusta í síma 1700 og með netspjalli

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra ýtti í dag úr vör kynningarátaki á stóraukinni þjónustu og ráðgjöf um heilsutengd málefni í símanúmerinu 1700 og á netspjalli Heilsuveru. Markmiðið með eflingu þjónustunnar er að auka þjónustu við almenning með heilbrigðistengdri ráðgjöf og vegvísun í viðeigandi þjónustu.
Meira

María Björk til liðs við Byggðastofnun

Á vef Byggðastofnunar kemur fram að stofnunin og María Björk Ingvadóttir hafi gert með sér tímabundið samkomulag um aukna upplýsingamiðlun af verkefnum Byggðastofnunar.
Meira

Kynningarfundur um stórfellda uppbyggingu íbúða fyrir tekju- og eignaminni

Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, HMS, hefur boðað til fundar á morgun, þriðjudaginn 20. júní, kl. 12, þar sem kynnt verða uppbyggingaráform íbúða fyrir tekju- og eignaminni. Á fundinum verður tilkynnt um úthlutun stofnframlaga frá ríki og sveitarfélögum.
Meira

Óskar Guðjónsson og Ife Tolentino á tónleikum í Apótekarastofunni

Óskar Guðjónsson og Ife Tolentino koma fram á tónleikum í Apótekarastofunni, Aðalgötu 8, í Gamla bænum á Blönduósi miðvikudaginn 21. júní kl. 21:00. Í tilefni af útkoma þriðju sólóplötu Ife Tolentino leggur hann ásamt Óskari Guðjónssyni land undir fót í lok júní.
Meira

Alls voru 45 nemendur brautskráðir frá Háskólanum á Hólum

Þann 9. júní síðastliðinn var brautskráningarathöfn Háskólans á Hólum haldin í Menningarhúsinu Miðgarði í Varmahlíð. Í frétt á vef háskólansr segir að brautskráðir hafi verið einstaklingar frá fimm þjóðlöndum en auk íslenskra nemenda voru nemendur frá Danmörku, Þýskalandi, Portúgal og Ungverjalandi brautskráðir að þessu sinni. Alls brautskráðust 45 nemendur frá Hólum.
Meira

Kagaðarhóll á Ásum - Torskilin bæjarnöfn

Elzta heimildarskjal um nafnið er ráðsmannsreikningur Hólastóls 1388 og tvívegis í brjefiuu er nafnið á eina leið: Kagadarholl (DI. III. 412 og 546). Í Holtastaðabrjefi (DI. III. 622, sjá, og DI, X. l7) 1397, er stafsett þannig: Kagara- en óhætt má staðhæfa það, að þetta sé misritun fyrir Kagaðar- því þessi breyting finst hvergi annarsstaðar, en, Kagaðar- allvíða (DI. V. 349, IX. 489 og 766) og alt til ársins 1536. Leikur því naumast vafi á því, að Kagaðar- sje óbrenglað nafn, enda þannig ritað í flestum Jarðabókum.
Meira

Er ég miðaldra? Áskorandinn Kristín Jóna Sigurðardóttir Blönduósi

Að mínu mati er ég lífsglöð, kát, ung manneskja. En á vafri mínu um netið nýlega rakst ég á grein í glamúrriti sem bar yfirskriftina „Tuttugu atriði sem benda til að þú ert orðin miðaldra“.
Meira

17. júní fagnað í dag

Í dag eru 79 ár frá stofnun lýðveldisins og af því tilefni eru hátíðarhöld um allt land. Ekki láta íbúar á Norðurlandi vestra deigan síga í þeim efnum en vegleg dagskrá er á Sauðárkróki, Blönduósi og Hvammstanga í tilefni dagsins. Feykir óskar Íslendingum nær og fjær til hamingju með daginn.
Meira