V-Húnavatnssýsla

Strandveiðar í stórsókn

Aðalfundur Strandveiðifélags Íslands var haldinn þann 5. mars sl. á eins árs afmælisdegi félagsins. Strandveiðifélag Íslands var stofnað 5. mars 2022 í gamla Stýrimannaskólanum við Öldugötu. Félagið telur um 300 manns og ágæt mæting var á fundinn.
Meira

Kuldi ríkjandi á næstunni þrátt fyrir aukna birtu sólar :: Veðurklúbbur Dalbæjar

Veðurklúbbur Dalbæjar fundaði í gær og spáði að venju í veðrið. Mættir voru, Jón Garðarsson, Haukur Haraldsson, Bergur Þór Jónsson, Hörður Kristgeirsson, Magnús Guðlaugsson, Ragnhildur Von Weisshappel og Kristján Loftur Jónsson.
Meira

Naflinn á Norðurlandi vestra :: Leiðari Feykis

Ársþing KSÍ fór fram fyrir stuttu á Ísafirði að viðstöddum stjórnum og ráðum sambandsins ásamt fulltrúum íþróttafélaga víðs vegar að af landinu. Eftir athugun kjörbréfanefndar kom í ljós að litlu mátti muna að þingið teldist ólöglegt þar sem rétt yfir helmingur kjörinna fulltrúa voru mættir við setningu þess. Þar mátti kenna veðri að einhverju leyti um því flugi til Ísafjarðar hafði seinkað og einhverjum hefur efalaust fundist landleiðin það löng að ekki væri þess virði að eyða tíma í þá keyrslu.
Meira

Bjarni vill að Vatnsnesvegur verði eitt forgangsverkefna í samgöngubótum

Bjarni Jónsson, þingmaður VG í Norðvesturkjördæmi ræddi uppbyggingu Vatnsnesvegar á alþingi í dag og bendir á hve slæmur hann er og nauðsynlegt sé að byggja hann upp, breikka og leggja bundið slitlag sem allra fyrst. „Vatnsnesvegur er stórhættulegur og úr sér genginn og stendur engan veginn undir þeirri umferð sem um hann fer. Vegurinn er lífæð byggðarinnar og ekið daglega með skólabörn um holótta skemmda vegi þar sem jafnvel stuttar vegalengdir verða að dagpörtum á ferðalagi við ömurlegar og viðsjárverðar aðstæður,“ sagði Bjarni í ræðu sinni.
Meira

Skimað fyrir brjóstakrabbameini á landsbyggðinni

Árlega greinast að meðaltali 235 íslenskar konur með brjóstakrabbamein og eru þær í flestum tilvikum eldri en 50 ára. Heilbrigðisyfirvöld mæla með skimun fyrir meininu á grundvelli heildarmats á gagnlegum og skaðlegum áhrifum og hefur Landspítala verið falin framkvæmd skimana í samvinnu við Sjúkrahúsið á Akureyri. Nú í mars og fram í maí verður hins vegar farið á heilsugæslustöðvar á landsbyggðinni m.a. á Hvammstanga, Blönduósi og á Sauðárkróki.
Meira

Samfylkingin stefnir í ríkisstjórn

Samfylkingin – Jafnaðarflokkur Íslands sendir út ákall til fólks með jafnaðartaug um land allt: „Nú er rétti tíminn til að koma með og mæta til leiks. Við höfum dýrmætan tíma fram að næstu kosningum til Alþingis sem við hyggjumst nýta til fulls,“ segir í tilkynningu flokksins en Samfylkingin hefur hafið undirbúning og verður klár þegar kallið kemur; ekki bara fyrir kosningar og myndun nýrrar ríkisstjórnar heldur fyrir þau risastóru verkefni sem þá munu blasa við flokknum.
Meira

Framkvæmdir framundan í sundlauginni á Hvammstanga

Til stendur að fara í umfangsmiklar framkvæmdir við sundlaugina á Hvammstanga og verður nauðsynlegt að loka lauginni og sundlaugarsvæðinu öllu í nokkurn tíma en gert er ráð fyrir að framkvæmdir hefjist 27. mars. Vonast er til að hægt verði að opna á ný ekki síðar en í lok júní. „Ef nokkur kostur er verður heitur pottur opnaður á framkvæmdatímanum en aðeins þegar hægt er að tryggja öryggi gesta á framkvæmdasvæðinu,“ segir í tilkynningu á vef Húnaþings vestra.
Meira

Stólar og Samherjar deildu stigunum

Meistaraflokkur karla hjá liði Tindastóls skeiðaði á ný fram á fótboltavöllinn í gær þegar þeir tóku á móti liði Samherja úr Eyjafirði í Lengjubikarnum. Liðið tók þátt í Kjarnafæðismótinu í janúar og spilaði því fyrsta alvöruleikinn undir stjórn Dom Furness í gær. Talsverður vorbragur var á leiknum og spil af skornum skammti samkvæmt upplýsingum Feykis. Lokatölur 1-1.
Meira

Kjötsúpa og konfektkaka

Matgæðingar vikunnar í tbl 42, 2022, voru Eygló Amelía Valdimarsdóttir, fædd og uppalin á Skagaströnd, og Ingvar Gýgjar Sigurðarson, fæddur og uppalinn á Sauðárkróki. Eygló er snyrtifræðingur að mennt en Ingvar er tæknifræðingur hjá Sveitarfélaginu Skagafirði. Þau hafa búið á Króknum síðan 2014 og eiga saman þrjú börn, Valdimar Eyvar fæddan 2012, Amelíu Areyu fædda 2016 og Áróru Eldey fædda 2021.
Meira

Brjótum lestrarkóðann í lestrarkennslu

Flokkur fólksins er með tillögu til þingsályktunar um að Alþingi feli mennta- og barnamálaráðherra að setja í aðalnámskrá grunnskóla að lögð skuli áhersla á bókstafa-hljóðaaðferð við lestrarkennslu; innleiða í stað leshraðamælinga stöðumatspróf með bókstafa-hljóðaaðferð, lesskilningspróf og mat á skriflegum texta; og leggja áherslu á að hver nemandi fái áskoranir miðað við færni.
Meira