Draugasýning og Draugasögur

23. október kl. 20:00-21:30 Hvað er að gerast Safnahúsið við Faxatorg
23 okt

Dagrún Ósk Jónsdóttir þjóðfræðingur segir frá draugum og þeim ólíku gerðum drauga sem finnast á Íslandi, uppvakningum, afturgöngum og útburðum, auk þess að segja nokkrar vel valdar íslenskar draugasögur.

Þá verður einnig farið yfir ýmis praktísk atriði, eins og hvernig má þekkja drauga sem fólk mætir á förnum vegi, vekja þá upp og losna undan ásóknum þeirra.

Sýning sem tengist draugasögum verður uppi í Safnahúsinu næstu vikur.

Sýningin er unnin af Dagrúnu Ósk Jónsdóttir og Jóni Jónssyni þjóðfræðingum og Sunneva Guðrún Þórðardóttir gerði myndirnar sem prýða hana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.