Alls engan jazz! / VIGNIR KJARTANS

Vignir plokkar bassann en Arnar bróðir hans ber húðir.
Vignir plokkar bassann en Arnar bróðir hans ber húðir.

Vignir Kjartansson býr nú á Víðigrundinni á Sauðárkróki en tilraunir til uppeldis fóru fram á Skógargötunni og í Dalatúninu hér áður fyrr. Vignir er af árgangi 1976 og hefur verið viðloðandi tónlist næstum frá þeim tíma og uppáhalds tónlistartímabil hans spannar breitt tímabil eð frá 1956-2013. Hljóðfærið er aðallega bassagítar en Vignir segist gutla einnig á gítar og nokkur önnur hljóðfæri. Þegar hann er spurður hver helstu tónlistarafrek séu segir hann: -Ég vona að þau séu enn ógerð. Vignir svarar hér spurningunum í Tón-lystinni.

Hvaða tónlist fær þig til að sperra eyrun þessa dagana? -Nýja David Bowie platan, Skálmöld, Dimma, Daft Punk.

Hvers konar tónlist var hlustað á á þínu heimili? -Það var nú ýmislegt gott til þar, The Beatles, Stones, Kinks, Hendrix, Bee Gees, o.fl. frá 1960-1980, svo var líka til ágætt safn af íslenskri tónlist. Ég hlustaði á þetta allt en á unglingsárunum fór ég að hlusta Nirvana, Pearl Jam, R.A.T.M, Metalica, Guns’n’Roses, Pixies, Alice in Chains og allt þetta super rokk sem var nýtt og ferskt í kringum 1990. Það má líka nefna hinn stórgóða David Bowie sem ég hef hlustað á frá því ég man eftir mér og geri enn og að sjálfsögðu The Band, sem er algjörlega eitt af mínum uppáhalds böndum. Það er margt ótalið enn s.s. Pink Floyd, Led Zeppelin, Talking heads, ZZ top, Lynard Synard, The Clash, Bob Dylan, R.H.C.P, Neil Young, Dio, Elvis Costello, Iron Maiden, Fleetwood Mac, AC/DC ég held að listinn sé ótæmandi. BARA ALLS ENGAN JAZZ!!!!!

Hver var fyrsta platan/diskurinn/kasettan/niðurhalið sem þú keyptir þér? Man nú ekki vinylinn en fyrsti cd-in var Back in Black MEÐ AC/DC.

Hvaða græjur varstu þá með? Kassettutæki, heimilisplötuspilarann, en cd-spilarin kom í hús í kringum 1990.

Hvað syngur þú helst í sturtunni? Ætli það séu ekki lögin sem við baksviðskórinn syngjum í, Tifar tímans hjól. Annars hefur lagið Watching The Detectives með Elvis Costello verið sungið nokkuð oft  í síðastliðnum sturtuferðum.

Bítlarnir eða Bob Dylan? Bobby á morgnana, Beatles á kveldin.

Uppáhalds Júróvisjónlagið? Tja, nú verður fátt um svör, mér finnst júróið voðalega erfitt áheyrnar oftast nær.

Þú heldur dúndurpartí í kvöld, hvað læturðu hljóma í græjunum til að koma öllum í stuð? Partýbær með HAM. Það er dauður maður sem hristist ekki í stuð við það.

Þú vaknar í rólegheitum á sunnudagsmorgni, hvað viltu helst heyra? Gott soul t.d. Otis Redding, Al green eða bara The Band (er við hæfi allan sólahriginn).

Þú átt þess kost að fara hvert sem er í heiminum og skella þér á tónleika. Hvert færirðu, hvaða tónleika og hvern tækirðu með þér? Það eru líkur á að Led Zeppelin komi saman 2014, ég ætla að sjá það,ef það gerist, nokkuð viss um að það verði auðvelt að fá Arnar Kjartansson með í þann túr. Ekki væri verra ef þetta yrði nú í Madison squere garden N.Y. Annars bara Jethro Tull 7. júní, í Hofi á Akureyri með Jóhanni Axel Guðmundssyni.

Hvaða tónlistarmann hefur þig dreymt um að vera? Enginn sérstakur. En þegar ég var 15 ára dreymdi mig einu sinni Madonnu, fer ekki nánar útí það.

Hver er að þínu mati besta plata sem gefin hefur verið út? -Einhver af þessum plötum er sennilega besta plata sem gerð hefur verið að mínu mati:
Dark side of the moon / Pink Floyd
Nevermind / Nirvana
The Band / The Band
Big pink / The Band
Revolver / The Beatles
London Calling / The Clash.

Sex vinsælustu lögin á Playlistanum þínum? (lag/flytjandi)
The Weight / The Band
Everyday is like Sunday / Morrisey
Dig for fire / Pixies
Hit the lights / Metallica
Sleipnir / Skálmöld
Þungur kross / Dimma

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir