Leikfélag Sauðárkróks sýnir farsann Flæktur í netinu sem er ærslafullur gamanleikur. Leikstjóri er Valgeir Skagfjörð. Miðar á tix.is eða í síma 8499434
Fullyrðingar um að Hildur Sverrisdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins og sjötti varaforseti Alþingis, hafi á einhvern hátt farið gegn lögum og jafnvel stjórnarskrá lýðveldisins þegar hún frestaði þingfundi rétt fyrir miðnætti 9. júlí síðastliðinn standast alls enga skoðun. Þvert á móti kemur skýrt fram í 8. grein þingskaparlaga: „Í forföllum forseta ganga varaforsetar að öllu leyti í hans stað.“ Þar með talið þegar kemur að því að fresta þingfundum.
Grein fjögurra bæjarstjóra á höfuðborgarsvæðinu gagnrýnir nýtt frumvarp um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga og talar um „kaldar kveðjur“ til íbúa suðvesturhornsins. Við, bæjar- og sveitastjórar á landsbyggðinni, teljum mikilvægt að minna á að tilgangur Jöfnunarsjóðs er einmitt sá að jafna aðstæður milli ólíkra sveitarfélaga – og þar stendur landsbyggðin frammi fyrir margvíslegum og flóknum áskorunum.
Miklar umræður hafa farið fram á Alþingi að undanförnu þar sem stjórnarandstaðan hefur vakið athygli á vægast sagt illa unnu frumvarpi ríkisstjórnarinnar um veiðigjöld sem hafa mun mjög neikvæð fjárhagsleg áhrif á sjávarútveginn og sjávarbyggðir landsins verði það að lögum. Um mjög mikilvægt mál er þannig að ræða. Hins vegar er stóra valdaframsalsmálið, eða bókun 35 við EES-samninginn, miklu mikilvægara enda þar um að ræða verðmæti sem seint verða metin til fjár.
Herra Hundfúll fylgdist með keppni í Skólahreysti með öðru auganu nú á laugardaginn. Hann gladdist talsvert yfir gengi skólanna á Norðurlandi vestra. Varmhlíðingar voru sendir upp á svið til að taka við verðlaunum fyrir þriðja sætið en nemendur Grunnskóla Húnaþings vestra enduðu í fjórða sæti en með jafnmörg stig og Varmahlíðarskóli. En svo var farið að reikna ... aftur...
Tónlistarmaður er nefndur Björn Líndal Traustason (1962) og býr við Hlíðarveg á Hvammstanga. Hann er Húnvetningur í húð og hár, sonur Trausta og Lilju á Laugarbakka í Miðfirði og er framkvæmdastjóri SSNV. Björn hefur komið við í nokkrum hljómsveitum, þar á meðal Lexíu frá Hvammstanga, en hann spilar á allnokkur hljóðfæri þó gítarinn hafi alltaf heillað mest. Hann segist þó alveg laus við að hafa unnið einhver tónlistarafrek en bætir við... „– Það var samt ákveðið afrek að starfa sem tónlistarkennari um tíma, en ég hélt það ekki lengi út.“
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.