Leikfélag Sauðárkróks sýnir farsann Flæktur í netinu sem er ærslafullur gamanleikur. Leikstjóri er Valgeir Skagfjörð. Miðar á tix.is eða í síma 8499434
Mörg þjóðþrifamál bíða afgreiðslu Alþingis. Mest hefur verið rætt um frumvarp um að þjóðin fái sanngjarna auðlindarentu af sameiginlegri sjávarauðlind. Einnig bíða mál um bætt kjör aldraðra og öryrkja, eflingu strandveiða og grásleppuna úr kvóta til varnar veikum sjávarbyggðum, húsnæðisöryggi, fjármálaáætlun og fjáraukafrumvarp svo eitthvað sé nefnt.
Nú er það svo að undirritaður hefur áður tjáð sig um reiðvegamál í Skagafirði og þá einna helst skort á reiðvegum þar sem þörfin er mest. Ekki er hægt að halda því fram að ekkert hafi verið gert, en þó virðist svo vera að ekki sé skoðað hversu mikil þörfin er á hverju svæði fyrir sig. Að því sögðu er líklega ekkert óeðlilegt við það að ár eftir ár sé lítið gert þar sem mikil umferð hesta og rekstra fer um.
Ísland er auðlindaríkt land, en auðlindirnar sem oft er litið fram hjá í daglegri umræðu eru þær sem felast í gróðri og jarðvegi. Íslensk gróðurvistkerfi hafa sögulega orðið fyrir miklu raski svo sem rofi og því er einstaklega mikilvægt að hlúa að móunum okkar. Til þess er ómetanlegt að eiga góðar myndir af landi svo hægt sé að fylgjast með gangi mála. Þar gætir þú, kæri lesandi, komið sterkur inn. Með þátttöku í verkefninu Landvöktun – lykillinn að betra landi, sem ætlað er að kanna ástand þessara auðlinda og hvernig þær þróast, getur þú bætt í þennan mikilvæga þekkingarbrunn.
Herra Hundfúll fylgdist með keppni í Skólahreysti með öðru auganu nú á laugardaginn. Hann gladdist talsvert yfir gengi skólanna á Norðurlandi vestra. Varmhlíðingar voru sendir upp á svið til að taka við verðlaunum fyrir þriðja sætið en nemendur Grunnskóla Húnaþings vestra enduðu í fjórða sæti en með jafnmörg stig og Varmahlíðarskóli. En svo var farið að reikna ... aftur...
Það er Haraldur Ægir Guðmundsson, fæddur 1977 á Blönduósi, sem svarar fyrir sig í Tón-lystinni að þessu sinni. Foreldrar hans eru Erla Björg Evensen og Guðmundur Haraldsson og segist Halli hafa alist upp í músíklausri fjölskyldu. „Mamma spilaði aðeins á gítar þegar hún var unglingur og pabbi var allur í íþróttum. Ég held að ég hafi leiðst út í tónlistina vegna þessa að ég fann mig ekki í neinu sporti og leitaði því nýrra áhugamála. Ég byrjaði að spila á rafmagnsbassa þegar ég var 14 eða 15 ára og breytti svo um árið 2003 og fór að spila á kontrabassa sem ég geri nær eingöngu í dag.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.