Leikfélag Sauðárkróks sýnir farsann Flæktur í netinu sem er ærslafullur gamanleikur. Leikstjóri er Valgeir Skagfjörð. Miðar á tix.is eða í síma 8499434
Grein fjögurra bæjarstjóra á höfuðborgarsvæðinu gagnrýnir nýtt frumvarp um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga og talar um „kaldar kveðjur“ til íbúa suðvesturhornsins. Við, bæjar- og sveitastjórar á landsbyggðinni, teljum mikilvægt að minna á að tilgangur Jöfnunarsjóðs er einmitt sá að jafna aðstæður milli ólíkra sveitarfélaga – og þar stendur landsbyggðin frammi fyrir margvíslegum og flóknum áskorunum.
Miklar umræður hafa farið fram á Alþingi að undanförnu þar sem stjórnarandstaðan hefur vakið athygli á vægast sagt illa unnu frumvarpi ríkisstjórnarinnar um veiðigjöld sem hafa mun mjög neikvæð fjárhagsleg áhrif á sjávarútveginn og sjávarbyggðir landsins verði það að lögum. Um mjög mikilvægt mál er þannig að ræða. Hins vegar er stóra valdaframsalsmálið, eða bókun 35 við EES-samninginn, miklu mikilvægara enda þar um að ræða verðmæti sem seint verða metin til fjár.
Mörg þjóðþrifamál bíða afgreiðslu Alþingis. Mest hefur verið rætt um frumvarp um að þjóðin fái sanngjarna auðlindarentu af sameiginlegri sjávarauðlind. Einnig bíða mál um bætt kjör aldraðra og öryrkja, eflingu strandveiða og grásleppuna úr kvóta til varnar veikum sjávarbyggðum, húsnæðisöryggi, fjármálaáætlun og fjáraukafrumvarp svo eitthvað sé nefnt.
Herra Hundfúll fylgdist með keppni í Skólahreysti með öðru auganu nú á laugardaginn. Hann gladdist talsvert yfir gengi skólanna á Norðurlandi vestra. Varmhlíðingar voru sendir upp á svið til að taka við verðlaunum fyrir þriðja sætið en nemendur Grunnskóla Húnaþings vestra enduðu í fjórða sæti en með jafnmörg stig og Varmahlíðarskóli. En svo var farið að reikna ... aftur...
Að þessu sinni er það íbúi í Kópavogi sem svarar Tón-lystinni, Gunnar Sigfús Björnsson, bassaleikari af árgangi 1991. „Ég er fæddur á Sauðárkróki og uppalinn að miklu leyti á Varmalæk í Lýtingsstaðahrepp. Foreldrar mínir eru Björn Sveinsson frá Varmalæk og Sólveig Sigríður Einarsdóttir frá Mosfelli. Ég flutti að Mosfelli í Austur-Húnavatnssýslu fyrir grunnskóla og var í Húnavallaskóla en var þó mikið í Skagafirði líka,“ segir Gunnar Sigfús.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.