12 nýsköpunarteymi hefja þátttöku í Startup Landinu
Viðskiptahraðall landsbyggðarinnar var settur af stað og hófst formlega 18. september sl.Tólf nýsköpunarteymi hvaðanæva af landinu taka nú þátt í viðskiptahraðlinum Startup Landið. Þetta er í fyrsta sinn sem öll landshlutasamtök utan höfuðborgarsvæðisins sameinast um að standa að sameiginlegum hraðli. Hingað til hafa landshlutasamtökin haldið hraðla í sitthvoru lagi, en nú er kraftur þeirra sameinaður til að skapa metnaðarfullan og öflugan vettvang fyrir nýsköpunarverkefni á landsbyggðinni.
Startup Landið er sjö vikna viðskiptahraðall sem fer fram að mestu á netinu. Dagskráin er sniðin að þörfum þátttakenda og felur í sér vinnustofur, fræðslufundi og leiðsögn frá reyndum frumkvöðlum, stjórnendum og sérfræðingum úr fyrirtækjaumhverfi víðs vegar að af landinu. Lögð er áhersla á að byggja upp öflugt tengslanet meðal þátttakenda og styrkja verkefni þeirra til framtíðar.
Á þessum sjö vikum fá teymin tækifæri til að þróa hugmyndir sínar og vörur, efla þekkingu á rekstri, markaðssetningu og fjármögnun, auk þess að undirbúa næstu skref í vaxtarferlinu. Markmiðið er að styðja þau í að vaxa hratt – á eigin forsendum.
Þátttakendur í Startup Landinu 2025:
Mundialis – Malað frostþurrkað grænmeti, beint í hollustudrykkinn.
Vesturland
Festivus – Hornfirskt gæðasúkkulaði og ævintýralegur áfangastaður.
Suðurland
Snældur – Íslensk hönnunar- og gjafavara fyrir börn á aldrinum 0–4 ára úr íslenskum við. Nýting á íslenskum skógarauðlindum.
Norðurland eystra
Ahsig ehf. – Dagsferðir fyrir ferðaþjónustu í Skagafirði.
Norðurland vestra
Fast and Affordable – Ný byggingartækni til að lækka byggingarkostnað og stytta byggingartíma á steinsteyptum húsum.
Suðurnes
Cannarctica – Orkusparandi heildarlausn fyrir gróðurhús í köldu loftslagi. Vatnskæld ljós og endurnýting á varma sem þau gefa frá sér.
Vestfirðir
Lífrænt vottaðar íslenskar lækningajurtir – Lífrænt vottaðar íslenskar lækningajurtir fyrir markað.
Vesturland
Hunda Veisla – Við nýtum lífrænan úrgang sláturhúsa og framleiðum hrátt heilfóður fyrir hraustari hunda.
Suðurland
Böggvisbrauð – Lífrænt súrdeigsbrauð – næringarríkt og umhverfisvænt brauð.
Norðurland vestra
Brekka Ferðaþjónusta – Ómönnuð verslun á Þingeyri ásamt veitingasölu.
Vestfirðir
Sólbrekka Mjóafirði – Ævintýraleg vetrarferð til Mjóafjarðar með áherslu á friðsæld og náttúrufegurð.
Austurland
Litli Gúri ehf – Upplifðu náttúruna og undur hafsins – RIB Safari á Skagaströnd.
Norðurland vestra