Haustblús á Krúttinu

18. október kl. 21:00-23:00 Hvað er að gerast Hótel Blönduós
18 okt
Blúsrokk hljómsveitin Ungfrúin góða og búsið, í samvinnu við Hótel Blönduós, býður til sannkallaðrar blúsveislu í Krúttinu laugardaginn 18. október næstkomandi. Hljómsveitin er í fantaformi, enda búin að vera að spila á Blúshátíð Reykjavíkur, Menningarnótt, auk regulegra gigga á Dillon, höfuðvígi blússins í Reykjavík. Hljómsveitin á einnig sterkar rætur í Húnaþingi, enda fimmtíu prósent meðlima þaðan. Endilega kíkið í Krúttið, við lofum góðu stuði. Brottfluttum bendum við á að á Hótel Blöndósi er hægt að fá veitingar og gistingu í hæsta gæðaflokki!
Frítt inn á tónleikana.
Hljómsveitina skipa:
Kristjana Þórey Ólafsdóttir, söngur
Jón Bjarki Bentsson, bassi
Helgi Georgsson, píanó og söngur
Skúli Thoroddsen, trommur
Árni Björnsson, gítar
Aðalsteinn Snorrason, gítar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.