Haustblús á Krúttinu
18. október kl. 21:00-23:00
Hvað er að gerast
Hótel Blönduós
18
okt
Blúsrokk hljómsveitin Ungfrúin góða og búsið, í samvinnu við Hótel Blönduós, býður til sannkallaðrar blúsveislu í Krúttinu laugardaginn 18. október næstkomandi. Hljómsveitin er í fantaformi, enda búin að vera að spila á Blúshátíð Reykjavíkur, Menningarnótt, auk regulegra gigga á Dillon, höfuðvígi blússins í Reykjavík. Hljómsveitin á einnig sterkar rætur í Húnaþingi, enda fimmtíu prósent meðlima þaðan. Endilega kíkið í Krúttið, við lofum góðu stuði. Brottfluttum bendum við á að á Hótel Blöndósi er hægt að fá veitingar og gistingu í hæsta gæðaflokki!
Frítt inn á tónleikana.
Frítt inn á tónleikana.
Hljómsveitina skipa:
Kristjana Þórey Ólafsdóttir, söngur
Jón Bjarki Bentsson, bassi
Helgi Georgsson, píanó og söngur
Skúli Thoroddsen, trommur
Árni Björnsson, gítar
Aðalsteinn Snorrason, gítar
Kristjana Þórey Ólafsdóttir, söngur
Jón Bjarki Bentsson, bassi
Helgi Georgsson, píanó og söngur
Skúli Thoroddsen, trommur
Árni Björnsson, gítar
Aðalsteinn Snorrason, gítar
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.