Hvernig eignast ég þak yfir höfuðið?

8. október kl. 17:00-19:00 Hvað er að gerast Vefnámskeið
8 okt

Farskólinn kynnir námskeið - Hvernig eignast ég þak yfir höfuðið?

Vanda þarf til verka þegar fjárfest er í húsnæði. Á þessu gagnlega námskeiði verður farið yfir fjármálahlið húsnæðiskaupa, frá því að safnað er fyrir útborgun að niðurgreiðslu lána.

Meðal þess sem rætt verður um er:

  • Að koma sér inn á fasteignamarkaðinn
  • Eigið fé í fasteignum
  • Greiðslumat og aðrar kröfur
  • Hagkvæmustu lán hverju sinni
  • Endurfjármögnun og aðrar breytingar á lánum
  • Að greiða niður lán og stækka við sig

Leiðbeinandi: Björn Berg Gunnarsson hefur 16 ára reynslu af ráðgjöf og fyrirlestrahaldi um fjármál. Hann starfaði lengi sem ráðgjafi á verðbréfa- og lífeyrissviði Íslandsbanka, var fræðslustjóri bankans í yfir áratug og stýrði greiningardeild hans. Hann hefur BS próf í viðskiptafræði, próf í verðbréfaviðskiptum og meistaragráðu í alþjóðaviðskiptum og markaðsfræði. Björn er reglulegur álitsgjafi um fjármál í fjölmiðlum, pistlahöfundur og er höfundur bókarinnar Peningar.

Skráning er hér

*ATH: Stéttarfélögin Aldan, Samstaða, Kjölur, Sameyki, Verslunarmannafélag Skagafjarðar og stéttarfélög sem eru aðilar að Iðunni greiða námskeiðsgjaldið að fullu fyrir sína félagsmenn. (Athugið að þetta á við greiðandi félagsmenn í flestum tilfellum og hefur ekki áhrif á persónulegan námsstyrk félagsmanna) Athugið að námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðra en félagsmenn þessara félaga á að kanna rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.