Nú er liðið eitt ár frá því að ríkisstjórnin var mynduð og við hæfi að hugsa til baka og velta fyrir sér hvað hefur áunnist. Eitt af stóru málunum fyrir kosningarnar í fyrra voru efnahagsmálin. Eðlilega. Verðbólga hafði verið í hæstu hæðum og stýrivextir óbærilegir fyrir heimilin og fyrirtækin í landinu. Verðbólgan fór yfir 10% í tíð fyrri ríkisstjórnar. Staðan í dag er allt önnur. Verðbólga hefur ekki mælst minni síðan 2020 og tiltrú á ríkisfjármálin hefur aukist.
Nú er hálfur mánuður til jóla og enginn skilur neitt í því hvað varð um árið sem er að líða. Kannski er maður bara orðinn svona gamall og ruglaður en ég man varla eftir að það hafi verið vont veður á árinu. Auðvitað hefur veðrið ekki alltaf verið gott en verulega vont... nei, hringir ekki bjöllum.
Laugardaginn 13. desember næstkomandi fögnum við því að Sumardagur í Glaumbæ og Vetrardagur í Glaumbæ, barnabækur Byggðasafns Skagfirðinga, eru nú komnar út á pólsku! Ewelina Kacprzycka, sem snaraði bókunum á pólsku, mun lesa upp úr bókunum en upplestur hefst kl. 15:10 í baðstofunni í Glaumbæ. Í bókunum fylgjum við tveimur börnum og heimilishundinum einn dag í lífi þeirra. Þetta eru sögulegar skáldsögur sem veita börnum sem fullorðnum innsýn í líf og störf barna á Íslandi á seinni hluta 19. aldar.
Herra Hundfúll fylgdist með keppni í Skólahreysti með öðru auganu nú á laugardaginn. Hann gladdist talsvert yfir gengi skólanna á Norðurlandi vestra. Varmhlíðingar voru sendir upp á svið til að taka við verðlaunum fyrir þriðja sætið en nemendur Grunnskóla Húnaþings vestra enduðu í fjórða sæti en með jafnmörg stig og Varmahlíðarskóli. En svo var farið að reikna ... aftur...
Nú er það Stefán Þórarinn Ólafsson (1964), gítarleikari og hæstaréttarlögmaður hjá PACTA lögmönnum, sem svarar Tón-lystinni. Stefán er Húnvetningur, ólst upp á Steiná í Svartárdal og er sonur hjónanna Jónu Önnu Stefánsdóttur frá Steiná og Ólafs Blómkvist Jónssonar frá Keflavík. Hann býr á Blönduósi ásamt konu sinni, Erlu Ísafold. Feykir lagði Tón-lystina í faðminn á Stefáni snemma í desember og svaraði hann að bragði.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.