Kennslukonur í Húnavatssýslum - Ljósmyndasýning

21. október kl. 16:30-17:30 Hvað er að gerast Hnjúkabyggð 30, Blönduósi
21 okt
Almenningsbókasöfn um land allt sameina krafta sína undir merkjum verkefnisins ,,Læsi á stöðu og baráttu kvenna" í tilefni af Kvennaári 2025. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá með lestur, samveru og lestrarupplifun í forgrunni.
Í A-Hún verður í boði þemavika á bóka- og skjalasafninu 17. -24. október og ljósmyndasýning þriðjudaginn 21. október kl. 16:30 - 17:30: ,,Kennslukonur í Húnavatnssýslum: frá Húsmæðraskólanum á Ytri - Ey til Kvennaskólans á Blönduósi". Þar sýnum við úrval af ljósmyndum og æviágrip kvenna sem höfðu mikilvægt hlutverk í samfélaginu í tengslum við kennslu, bækur og lestur. Einnig kennara sem fóru erlendis í nám og athafnakonur sem voru með eigin rekstur, til dæmis bókabúð!
Á síðunni Borgarbókasafnsins www.borgarbokasafn.is og www.kvennaar.is er hægt að fylgjast með framgangi verkefnisins og viðburðadagskrá bókasafnanna. Verkefnið er styrkt af Bókasafnssjóði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.