Lestrarstund á Bókasafninu
Lestrarstundir fyrir yngstu kynslóðina alla fimmtudaga kl. 16:30. Lesefnið miðast við leikskólaaldur.
Við erum farin aftur af stað með lestrarstundirnar sem nutu mikilla vinsælda síðasta vetur.
Á fimmtudögum lesum við starfsfólkið eða sjálfboðaliðar upp úr myndskreyttri barnabók.
Lesturinn tekur um 20-30 mínútur og síðan er hægt að lesa, lita og leika á safninu.
Minnum einning á að safnið er opið alla virka daga kl. 11-18.
Öll velkomin og lánþegaskírteini eru frí fyrir börn að 18 ára aldri en kosta 2.900 kr. á ári fyrir fullorðna.
Sjálfboðaliðar sem vilja taka þátt í upplestri geta haft samband við okkur á safninu eða gegnum: bokasafn@skagafjordur.is eða í síma 455-6050
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.