Ömmukaffi

27. október kl. 17:00-20:00 Hvað er að gerast Hvammstangi
27 okt

Farskólinn kynnir námskeiðið - Ömmubakstur

Langar þig að læra að baka það sem amma þín bakaði?

Á þessu námskeiði lærir þú að baka hjónabandssælu, skonsutertu, hrærðar kökur eins og marmaraköku og jólaköku o.s.frv.

ATH: hægt er að senda inn tillögur/beiðnir um hvað verður tekið fyrir á námskeiðinu á farskolinn@farskolinn.is.

Leiðbeinandi: Ásta Búadóttir, kennari og matreiðslumeistari.

Skráning er hér

*ATH: Stéttarfélögin Aldan, Samstaða, Kjölur, Sameyki, Verslunarmannafélag Skagafjarðar og stéttarfélög sem eru aðilar að Iðunni greiða námskeiðsgjaldið að fullu fyrir sína félagsmenn. (Athugið að þetta á við greiðandi félagsmenn í flestum tilfellum og hefur ekki áhrif á persónulegan námsstyrk félagsmanna) Athugið að námskeiðin eru öllum opin og minnum við aðra en félagsmenn þessara félaga á að kanna rétt sinn hjá sínu stéttarfélagi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.