Prjónahittingur
Prjónahittingur í Drangey Studio á Sauðárkróki
Ertu með afgangs garn heima eða áttu mikið heimagarn sem þú veist ekki alveg hvað á þú átt að gera við? Kíktu þá til okkar þann 17.janúar milli kl.13-16 í notalegan prjónahitting.
Tilgangur hittingsins er að koma saman, deila hugmyndum og fá innblástur að prjónuðum flíkum úr afgangs garni sem til er heima. Þetta er líka frábært tækifæri til að býtta á garni, fyrir þau sem eiga garn sem hefur ekki lengur tilgang og langar að fá eitthvað annað í staðinn, hvort sem það er annar litur eða önnur tegund.
Hugmyndin er að ef þú vilt gera afgangapeysu eða minna verkefni og átt eina og eina dokku/hespu sem passar ekki við eða þú ert orðin leið á einhverjum lit eða ákveðnu garni, þá er hægt að bjóða það í skipti við eitthvað annað sem aðrir koma með og vilja býtta.
Viðburðurinn er opinn öllum, bæði byrjendum og þeim sem eru lengra komin. Hér er lögð áhersla á notalega samveru, spjall og skapandi stund til að fá innblástur og skiptast á hugmyndum hvað hægt er að gera við allt heimagarnið.
Endilega kíkið við og takið með ykkur afgangs garn eða heimagarn, prjóna og góða skapið. Við hlökkum til að taka á móti ykkur í Drangey Studio og eiga saman góða og skapandi stund.
kveðja Ólína og Helgarut

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.