Útsaumur í prjónles

8. nóvember kl. 14:00-17:00 Hvað er að gerast Drangey Studio - Aðalgata 4, Sauðárkróki
8 nóv

Anna Sigríður Jónsdóttir betur þekkt sem @ann_si_art á instagram kemur til okkar og verður með útsaumsnámskeið í prjónles. Námskeiðið verður 8. nóvember kl.14-17. Í tilefni þess ætlum við einnig út að borða á Sauðá um kvöldið kl.19. Öll velkomin að skrá sig með okkur.

Á námskeiðinu er kennt helstu útsaumssporin sem henta best fyrir prjónuðu verkin. Það verður saumað út heil mynd og á sama tíma er gefið gagnlegar upplýsingar og veittur innblástur fyrir komandi verk.

 Frekari upplýsingar eru hér https://drangeystudio.is/collections/namskeid 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.