„Er ekkert að festast í fortíðinni“ / INGVI HRANNAR

Ingvi Hrannar Ómarsson, kennari, er fæddur árið 1986, alinn upp á Króknum og sonur Maríu Bjarkar Ingvadóttur og Ómars Braga Stefánssonar. Ingvi Hrannar lærði á blokkflautu eins og svo margir en spurður um helstu tónlistarafrek segist hann hafa verið bjartasta vonin í Tónlistarskóla Skagafjarðar vorið 1992. „Reyndar held ég að það hafi ekki verið formleg kosning en ég var að verða mjög frambærilegur á blokkflautuna og hefði líklega átt að halda áfram á þeirri braut,“ segir Ingvi Hrannar fjallbrattur. 

Uppáhalds tónlistartímabil? Síðustu 10 ár…. og eftir 10 ár verða það ábyggilega síðustu 10 ár þar á undan. Ekkert að festast í fortíðinni.

Hvaða tónlist fær þig til að sperra eyrun þessa dagana? Volcano Choir, Jón Jónsson , Of Monsters And Men og Ásgeir Trausti

Hvers konar tónlist var hlustað á á þínu heimili? All mögulegt. Geirmundur, Bítlarnir, Tina Turner, Michael Jackson, Harpo og fullt annað.

Hver var fyrsta platan/diskurinn/kasettan/niðurhalið sem þú keyptir þér? Fyrsta kasettan sem ég man eftir á mínu heimili var Tindastólslagið og Fjallavatnið sem leikmenn meistaraflokks TIndastóls í fótbolta tóku upp frá árinu 1992 (ef ég man rétt).

Hvaða græjur varstu þá með? My First Sony - rautt tæki með áföstum míkrafón.

Hver var fyrsta platan sem þú óskaðir þér í jólagjöf (eða fyrsta lagið sem þú mannst eftir að hafa fílað í botn)? Tindastólslagið og Fjallavatnið með meistaraflokki karla í fótbolta.

Hvaða lag getur eyðilagt fyrir þér daginn? Ég læt ekki lög eyðilegga dagana fyrir mér, annað hvort skipti ég um lag eða slekk á tónlistinni.

Uppáhalds Júróvisjónlagið? Never Ever Let You Go - Rollo & King (Danmörk 2001). Það er náttúrulega skandall að það hafi ekki unnið.

Þú heldur dúndurpartí í kvöld, hvað læturðu hljóma í græjunum til að koma öllum í stuð? Paradise By The Dashboard Light líklega og syngja og dansa með Snorra Geir Snorrasyni er líklega það. Ef Snorri Geir væri ekki í partýinu þá væri það líklega Sólstrandargæi ef Jóhann Helgason á Reynisstað væri í partýinu… ef þeir væru hvorugur þar þá yrði það líklega Geirmundur… hann klikkar aldrei, sama hver er í partýinu.

Þú vaknar í rólegheitum á sunnudagsmorgni, hvað viltu helst heyra? Sunnudagsmorgunn með Jóni Ólafs.

Þú átt þess kost að fara hvert sem er í heiminum og skella þér á tónleika. Hvert færirðu, á hvaða tónleika og hvern tækirðu með þér? Ég færi til Bandaríkjanna með Stefáni Arnari bróður mínum á tónleika með John Mayer (og hljómsveitin Keane hitar upp).

Hvaða tónlistarmaður hefur þig dreymt um að vera? Fúsi Ben.

Hver er að þínu mati besta plata sem gefin hefur verið út? Keane - Hopes and Fears

Sex vinsælustu lögin á Playlistanum þínum?

Jón Jónsson - Endurgjaldslaust
Jón Jónsson - Ykkar koma
Ásgeir Trausti - Torrent (Acoustic)
Of Monsters And Men - Crystals
Volcano Choir - Comrade
Volcano Choir - Tiderays

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir