Aðsóknarmet í sundlaugina á Blönduósi

Sundlaugin á Blönduósi. Mynd: Sundlaugar.is
Sundlaugin á Blönduósi. Mynd: Sundlaugar.is

Þetta sumarið hefur verið góð aðsókn í sundlaugina á Blönduósi. Reyndar svo góð að hingað til í sumar hefur verið sett aðsóknarmet í fjölda sundlaugargesta. Þetta kemur fram á Fésbókarsíðu Íþróttamiðstöðvarinnar á Blönduósi.

Frá 1. júní til 28 júlí í ár komu 16.827 gestir í laugina en á sama tíma fyrir tveimur árum, 2019, komu 15.892.

"Ef reiknað er bara sumartímabilið eða frá 1. júní til dagsins í dag er árið í ár (2021) stærra en 2019, sem gerir sumarið í ár það besta hingað til það sem af er því. Sumartímabilið okkar er 1. júní til 20. ágúst ár hvert," segir í færslu Íþróttamiðstöðvarinnar.

Ef horft er yfir árið í heild hafa 26.502 sundlaugargestir heimsótt laugina sem er aukning um 19% frá árinu í fyrra.


/SMH


 

 

 

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir