Áfangastaðaáætlun Norðurlands komin út

Út er komin Áfangastaðaáætlun fyrir Norðurland, sem gildir frá 2021-2023. Hún er unnin af Markaðsstofu Norðurlands í samstarfi við Ferðamálastofu og nær yfir allt starfssvæði Markaðsstofu Norðurlands, frá Hrútafirði austur á Bakkafjörð.

Í Áfangastaðaáætlun Norðurlands er sett fram áætlun um þróun ferðaþjónustunnar til þriggja ára, 2021-2023. Í kynningu á vef Markaðsstofu segir að áætluninni sé ætlað að gefa skýra mynd af ferðaþjónustunni, markmiðum hennar og uppbyggingarþörf ásamt því að leggja áherslu á þarfir og væntingar ferðamanna í öllum verkefnum. Áfangastaðaáætlun geti því nýst hagsmunaaðilum innan svæðis en ekki síður aðilum utan svæðis enda fái stjórnvöld hér skýra mynd af starfsemi ferðaþjónustunnar á Norðurlandi og áherslum og verkefnum Markaðsstofu Norðurlands næstu þrjú árin. Sérstaklega er farið yfir þarfir í innviðauppbyggingu enda eru þau verkefni gríðarlega mikilvæg fyrir sjálfbæra þróun ferðaþjónustunnar og eru þau verkefni skilgreind í samstarfi við sveitarfélögin og ferðaþjónustuna.

Á Norðurlandi vestra skiluðu tvö sveitarfélög inn lista af verkefnum. Voru það Húnavatnshreppur og Sveitarfélagið Skagafjörður og skilaði hvort þeirra inn fimm verkefnum.

Áfangastaðaáætlun má nálgast hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir